Meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Borgarbyggðar

júní 11, 2010
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa komist að samkomulagi um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Borgarbyggðar næsta kjörtímabil.
Samningur þar um var undirritaður á Hvanneyri 9. júní s.l.
Í málefnasamningnum er kveðið á um helstu áhersluatriði sem flokkarnir stefna að á kjörtímabilinu.
 
Ragnar Frank Kristjánsson tekur við embætti forseta sveitarstjórnar og Björn Bjarki Þorsteinsson verður formaður byggðarráðs.
Formennsku í nefndum verður skipt á milli flokkanna.
 
Flokkarnir hafa einnig samþykkt að óska eftir því við Pál S. Brynjarsson að hann verði áfram sveitarstjóri í Borgarbyggð.
 
 

Share: