Sumarlestur eftir Elínu E. EinarsdótturNú í sumar efnir Héraðsbókasafn Borgarfjarðar til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, í þriðja sinn. Tímabil sumarlesturs er frá 10. júní – 10. ágúst. Markmiðið með verkefninu, er að nemendur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Börn á þessum aldri …
Sundlaugarnar opna fyrir sumarið
Nú hafa sundlaugarnar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi opnað fyrir sumarið. Opið er alla daga nema mánudaga á Kleppjárnsreykjum og alla daga nema þriðjudaga á Varmalandi. Fólk er hvatt til að nota sér þá góðu aðstöðu sem er í sundlaugunum okkar og vera duglegt að synda í sumar! Sjá má nánar um opnunartíma með því að smella á …
Hans klaufi í Skallagrímsgarði
Næstkomandi fimmtudag 10. júní sýnir Leikhópurinn Lotta nýjasta verk sitt, Hans klaufa í Skallagrímsgarði í Borgarnesi. Verkið skirfaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferðalagi. Þegar …
Fótboltadagur Skallagríms
Knattspyrnuhátíð fyrir alla fjölskylduna Laugardaginn 12. júní næstkomandi stendur knattspyrnudeild Skallagríms í fyrsta sinn fyrir knattspyrnudegi. Tilgangurinn er að kynna öflugt starf deildarinnar fyrir almenningi sem og að gefa iðkendum kost á að gera sér glaðan dag. Allir eru velkomnir hvort sem þeir hafa snefil af áhuga á knattspyrnu eður ei. Sérstakir gestir eru knattspyrnukrakkar úr Dölum og ungmennafélögum allsstaðar …
Brautskráning í Menntaskóla Borgarfjarðar
Brautskráning nýstúdenta fór fram í hátíðarsal skólans laugardaginn 5. júní. Það voru 22 nýstúdentar sem voru brautskráðir. Þetta var söguleg stund því þetta er fyrsti hópurinn sem er brautskráður eftir þriggja ára nám við skólann. Ársæll skólameistari setti athöfnina og bauð gesti velkomna. Kynnir við athöfnina var Ingibjörg Ingadóttir kennari við skólann. Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari flutti annál skólaársins. Næst …
Útskrift og nýr rektor á Bifröst
Magnús ÁrniSíðastliðinn laugardag voru 80 háskólanemar brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn. Nemendur útskrifuðust af viðskiptadeild, félagsvísindadeild og úr lagadeild. Við útskriftina lét Ágúst Einarsson af störfum sem rektor skólans en við tók Magnús Árni Magnússon. Magnús Árni er skólanum vel kunnugur en hann var aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst á árunum 2001-2006.
Fjórar eins í Safnahúsi…
Auður og Sigurlaug_gjMeðal fjölmargra ljósmynda á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi Borgarfjarðar er falleg mynd af 11 ára tvíburastelpum, tekin fyrir rúmlega sextíu árum. Svo skemmtilega vildi til í síðustu viku að þær sóttu sýninguna heim og var þessi mynd þá tekin. Frá vinstri má því hér sjá tvöfalt: Auður og Sigurlaug Árnadætur. Systurnar voru í stórum hópi …
Vinnuskólinn í Borgarbyggð hófst í morgun
Vinnuskóli Borgarbyggðar var settur í morgun í Félagsmiðstöðinni Óðali. Í vinnuskólanum starfa 76 unglingar í 8. – 10. bekk eða 53 í Borgarnesi, 13 á Hvanneyri, 6 á Bifröst, 3 í Reykholti og 1 á Varmalandi. Verkefni vinnuskólanns í sumar eru margvísleg og uppbyggjandi fyrir unglingana okkar sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum. Meðal annars sjá þau …
Útboð á skólaakstri
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð skólaárin 2010-2011 og 2011-2012. Um er að ræða skólaakstur að fjórum starfsstöðvum grunnskólanna í Borgarbyggð, samtals 17 leiðir. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma frá og með 3. júní 2010. Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu …
Grænfánínn á Hvanneyri
Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar fékk afhentan nýja Grænfána í fimmta sinn þann 1. júní síðastliðinn. Skólinn hefur verið þátttakandi í Grænfánaverkefninu frá upphafi verkefnisins skólaárið 2001-2002. Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar er jafnframt eini skólinn af þeim 12 grunnskólum sem tóku þátt í upphafi sem búinn er að flagga fánanum. Í dag eru um 170 skólar vítt og breytt um landið Grænfánaskólar. Á …