Starfsfólk óskast til starfa í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi. Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu. Starfið er vaktavinna. Unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum. Umsækjandi þarf að vera eldri en 20 ára og vera með ökuréttindi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Nánari upplýsingar gefur Hulda Birgisdóttir í síma …
Úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi
Nýverið lét mennta- og menningarráðuneytið gera úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi, en skólinn var í hópi nokkurra grunnskóla sem gerð var úttekt á þetta árið. Úttektin var unnin af þeim Halldóru Kristínu Magnúsdóttur og Unnari Þór Böðvarssyni. Hún er unnin í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008 og er markmið hennar að leggja mat á starfsemi skólans með …
Tónlistarkennarar á leið til Póllands
Kennarar Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda til Póllands laugardaginn 9. júlí. Þeir munu halda tónleika á listahátíð í bænum Lanckorona mánudaginn 11. júlí. Þar verða flutt íslensk þjóðlög, sönglög og verk eftir fjóra af kennurum skólans. Einnig munu kennararnir fara á námskeið og fyrirlestra tengda menningu. Þetta er menningartengt samstarf milli Íslands og Póllands, styrkt af Evrópska efnahagssvæðinu. Í júní komu nokkrir …
Draumurinn í Valfelli
Draumurinn, gleðileikur með söng og dansi byggður á verki Shakespeares, Draumi á Jónsmessunótt verður frumsýndur föstudaginn 8.júlí í félagsheimilinu Valfelli. Listasmiðjan bak við eyrað frumsýnir verkið í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarbyggðar, Dansskóla Evu Karenar og sveitarfélagið Borgarbyggð. Það er Ása Hlín Svavarsdóttir leikstjóri og mastersnemi í við Listaháskóla íslands sem gerði leikgerðina og setur verkið á svið. Þátttakendur í sýningunni …
Umhverfisráðherra staðfestir aðalskipulag Borgarbyggðar
Miðvikudaginn 29. júní undirritaði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra nýtt aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022. Langþráð bið er á enda þar sem um er að ræða tímamóta stefnumörkun í landnýtingu enda fyrsta aðalskipulag sem nær yfir allt sveitarfélagið sem samansett er úr 13 sveitarfélögum og nær yfir 5% af Íslandi. Í Borgarbyggð voru tvö svæðisskipulög í gildi og aðalskipulög fyrir Borgarnes, Hvítársíðu …
Sumarhugleiðing til foreldra
Sumarið er tíminn! Sumarhugleiðing til foreldra unglinga í Borgarbyggð Samstarfshópur um forvarnir í Borgarbyggð og SAMAN hópurinn sendir ykkur eftirfarandi hugleiðingu til að minna á mikilvægi samveru foreldra og unglinga. Allan veturinn hlökkum við til sumarsins sem er tími birtu, gleði og frelsis. Flestir unglingarnir okkar blómstra og finnst þeir vera færir í flestan sjó. En frelsið getur verið vandmeðfarið. …
Næsti fundur Umhverfis- og skipulagsnefndar
Ákveðið hefur verið að fundur umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti upphaflega að vera mánudaginn 11. júlí en var síðan flýtt til fimmtudagsins 30. júní verði miðvikudaginn 6. júlí kl. 8:30. Skila þarf erindum fyrir fundinn fyrir hádegi föstudaginn 1. júlí. Nefndin fundar síðan ekki aftur vegna sumarleyfa fyrr en í byrjun september.
Hillulíf í Gallerí Gersemi
Opnuð hefur verið ljósmyndasýningin Hillulíf (Shelf Life) hjá Gallerí Gersemi í Borgarnesi. Ljósmyndir á sýningunni eru eftir breska ljósmyndarann Peter Doubleday. Myndefnið eru hlutir úr hversdagslífinu, sem að sögn ljósmyndarans endurspegla hans eigin dagdrauma, þráhyggju og kvíða. Sýningin stendur til 17. júlí.
Bændur – sýning í Landnámssetri
Sunnudaginn 26. júní kl. 16.00 verður opnuð myndlistarsýning á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Hvíta sal Landnámssetursins en það er salurinn á fyrstu hæð veitingahússins Búðarkletts. Aðalheiður er gestum Landnámsseturs að góðu kunn en hún er höfundur 5 stærstu myndverkanna í sýningunni um Egil Skallagrímsson í kjallara Pakkhússins. Allir eru velkomnir við opnunina og aðgangur er ókeypis. Aðalheiður …
Fjallhús Borgarbyggðar
LangavatnNokkur fjallhús eru í eigu Borgarbyggðar. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er að panta gistingu og fá …