Umferðaröryggisáætlun Borgarbyggðar

september 5, 2011
Umferðaröryggishópur var starfandi hjá Borgarbyggð frá árinu 2006 ársins 2010. Hlutverk hans var að vinna að stefnumörkun í umferðaröryggismálum í Borgarbyggð. Umferðaröryggisátak var sett af stað þann 16. mars 2010 þegar umferðaröryggishópurinn hóf samstarf við Umferðastofu. Samstarfssamningur milli Borgarbyggðar og Umferðastofu var svo undirritaður í janúar á þessu ári. Í sumar var Inga Björk Bjarnadóttir ráðin til að vinna að Umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins. Markmiðið með umferðaröryggisáætlun er að fækka umferðarslysum sem eiga sér stað í sveitarfélaginu, efla umferðaröryggi íbúa og annara sem leið eiga um sveitarfélagið og að eyða svartblettum í vegakerfinu. Áætlunina má nálgast hér.
 
 

Share: