Að undanförnu hefur verið unnið með verkefni tengd sauðkindinni á eldri deildum leikskólans Klettaborgar. Áhugi barnanna er mikill sem bæði hefur birst í verkefnum og í frjálsa leiknum þar sem t.d. eru búnar til réttir, dregið í dilka o.fl. Hluti af verkefnunum eru nú til sýnis í Hyrnutorgi.
Stefnumótun í tómstundamálum
Tómstundanefnd Borgarbyggðar vinnur að stefnumótun í tómstundamálum og kallar á íbúa til að taka þátt. Nú er komið að öðrum hluta í þessu verkefni. Búið er semja drög að stefnumótun með því að setja hugmyndir sem komu af íbúafundi í samfelldan texta og óskar nefndin eftir því að íbúar komi með fleiri hugmyndir eða athugasemdir. Hér má nálgast drögin. …
Lausar iðnaðarlóðir í Borgarnesi
Í Borgarnesi eru lausar til umsókna 18 iðnaðar- og athafnalóðir við Sólbakka og Vallarás. Stærðir lóðanna eru á bilinu frá 3.500 til 11.800 m2. Nánari upplýsingar um lóðirnar má fá hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar í síma 433 7100. Sjá yfirlitsmynd hér.
Styttist í malbikið
Vinna er nú í fullum gangi við göturnar Birkiklett og Fjóluklett í Borgarnesi. Verið er að undirbúa göturnar fyrir malbikun en stefnt er að því að malbika þessar tvær götur á næstu dögum. Það er fyrirtækið Borgarverk sem annast framkvæmdina. Myndina tók Jökull Helgason.
Tónfundavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Vikuna 10.-14. október verður tónfundavika í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Haldnir verða tónfundir í Tónlistarskólanum kl. 18:00 mánudag – fimmtudag. Einnig verða haldnir tónfundir á skólatíma í dreifbýlisskólunum. Á föstudeginum munu nokkrir nemendur úr skólanum heimsækja félagsstarf aldraðra að Borgarbraut 65a og halda tónleika kl. 13:30. Tónfundirnir eru öllum opnir. Á myndinni er Gunnar Örn Ómarsson nemandi Tónlistarskólans að leika á flygilinn. …
Gangstéttar tilbúnar við Stöðulsholt
Búið er að steypa gangstéttar í Stöðulsholti í Borgarnesi en alls voru steyptir tæplega 500 fermetrar. Það var fyrirtækið HS-Verktak í Borgarnesi sem annaðist verkið. Myndina tók Jökull Helgason miðvikudaginn 5. október sl.
Blústónleikar í Logalandi
Í kvöld, fimmtudaginn 6. október stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir tónleikum í félagsheimilinu Logalandi. Björn Thoroddsen, Halldór Bragason (vinir Dóra) og Jón Rafnsson leika blús eins og hann gerist bestur. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.
Tjaldbúar í fyrsta snjónum
Óvenjulegt er að sjá tjaldbúa á ferð um landið á þessum árstíma. Gestir á tjaldsvæðinu í Borgarnesi létu ekki snjó og hráslaga á sig fá og sváfu vært í tjaldi sínu þegar myndin var tekin nú í morgun. Hver segir svo að ferðamannatímabilið sé ekki alltaf að lengjast!
Hressir krakkar á hlaupum
Miðvikudaginn 5. október er alþjóðlegi „Göngum í skólann“ dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi. Grunnskólinn í Borgarnesi er þátttakandi í verkefninu en megin markmið þess er að hvetja nemendur til þess að ganga eða hjóla í og úr skóla. Um leið eykst færni þeirra í umferðinni og þau fræðast …
Hross í óskilum
Í óskilum er 2 – 3 vetra gamalt mertryppi brúnt að lit. Tryppið fannst í Borgarhreppi í sumar og það er ekki örmerkt. Eiganda eða hverjum sem kannast við tryppið er bent á að hafa samband við skristofu Borgarbyggðar í síma 433 7100 varðandi frekari upplýsingar.