Félagsmiðstöðin flytur í “Skemmuna”

nóvember 10, 2011
Endurvakin hefur verið félagsmiðstöð fyrir unglinga á Hvanneyri. Staðsetning miðstöðvarinnar síðasta ár, við hliðina á barnum, þótti ekki nógu heppileg og var því farið í að leita að öðru húsnæði. Húsnæði á Hvanneyri liggur ekki á lausu og varð þrautalendingin að leita til forráðamanna safnaðarheimilisins. Stjórn safnaðarheimilisins með sr. Flóka Kristinsson í broddi fylkingar tók erindinu ljúfmannlega og ákvað að heimila starfsemina í safnaðarheimilinu á Hvanneyri „ SKEMMUNNI“.
 
Unglingarnir sáu síðan sjálfir um að flytja eigur félagsmiðstöðvarinnar, sem tók í framhaldi af því til starfa í lok október.
Starfsmaður er sá sami og í fyrra – Snædís Anna Þórhallsdóttir nemi við LBHÍ. Miðstöðin er opin öllum unglingum í 7.-10. bekk.
Opið er á miðvikudagskvöldum kl. 20:00 – 22:00 í Skemmunni.

Share: