Menningarsjóður Borgarbyggðar – lokaskýrslur

nóvember 8, 2011
Í mars á þessu ári veitti Menningarsjóður Borgarbyggðar styrki fyrir árið 2011 til menningarverkefna í Borgarbyggð. Sjóðurinn hafði 2 milljónir til ráðstöfunar sem úthlutað var til 20 verkefna. Samkvæmt reglum sjóðsins ber styrkhöfum að skila inn skýrslu um verkefni sín fyrir árslok. Styrkhafar eru hér með minntir á að senda skýrslur sínar til Emblu Guðmundsdóttur þjónustufulltrúa, skrifstofu Borgarbyggðar, 320 Reykholt fyrir áramót.
 

Share: