Leikdeild Skallagríms frumsýndi í Lyngbrekku, síðastliðinn föstudag leikritið Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Leikdeildin setur Skugga-Svein upp en það var síðast gert árið 1948 og fannst fólki kominn tími á að setja þetta vinsæla leikverk upp aftur. Smellið á myndina til að sjá næstu sýningardaga. Það vill líka svo skemmtilega …
Reykholtskórinn þakkar Bjarna
Reykholtskórinn heldur tónleika í Reykholtskirkju föstudagskvöldið 13. janúar næstkomandi. Tónleikarnir eru haldnir til heiðurs Bjarna Guðráðssyni stofnanda kórsins og stjórnanda, fyrir ötult starf hans síðastliðna áratugi. Jafnframt vill kórinn þakka Sigrúnu Einarsdóttur, eiginkonu Bjarna, alúð hennar í garð kórsins í öll þessi ár. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og að þeim loknum býður sóknarnefnd Reykholtssóknar upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. …
Íbúafundur um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2012
Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2012. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti miðvikudaginn 11. janúar og hefst kl. 20.30. Á fundinum verður farið yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Íbúar eru hvattir til að mæta, kynna sér fjármál sveitarfélagsins og taka þátt í umræðum.
Söfnun á rúlluplasti 2012
Söfnun á rúlluplasti frá lögbýlum í Borgarbyggð verður með svipuðum hætti og verið hefur undanfarin ár. Farnar verða þrjár ferðir um sveitarfélagið þ.e. 27. febrúar – 7. mars, 5. – 15. júní og 29. nóvember – 7. desember. Upplýsingar um söfnunina á plastinu og þátttökutilkynningu má nálgast hér.
Sorphirðudagatal borgarbyggðar 2012
Sorphirðudagatal Borgarbyggðar fyrir árið 2012 er komið á netið. Hægt er að skoða það hérna á heimasíðunni með því að smella á sorphirða hér til hliðar. Dagatalið verður einnig á baksíðu Íbúans sem kemur út næsta miðvikudag.
Glænýtt leikverk í Logalndi
Ungmennafélag Reykdæla boðar áhugafólk um leikstarf til fundar í Logalandi í kvöld, mánudaginn 9. janúar kl. 20.30. Þröstur Guðbjartsson leikstjóri hefur verið ráðinn til að leikstýra nýju leikverki/revíu eftir Bjartmar Hannesson bónda á Norður- Reykjum en frumsýning er fyrirhuguð nú seinni hluta vetrar. „Nú þurfum við fólk sem hefur áhuga á öllu sem viðkemur leikstarfi, sama hvort eru leikarar, söngvarar, …
Kvikmyndaþættir í Safnahúsi
Á næstunni verða sýndir á sjónvarpsskjá í Safnahúsi um 60 ára gamlir kvikmyndaþættir, bútar sem á sínum tíma voru teknir af Guðna Þórðarsyni (Guðna í Sunnu) að frumkvæði Borgfirðingafélagsins. Efnið er sýnt með góðfúslegu leyfi höfundar og fyrir tilstilli Óskars Þórs Óskarssonar verktaka og kvikmyndagerðarmanns í Borgarnesi. Eins og kunnugt er hefur Óskar sjálfur sinnt heimildamyndatöku í Borgarfjarðarhéraði um langt …
Þrettándagleði Borgarbyggðar og Brákar
Þrettándabrenna Borgarbyggðar og Björgunarsveitarinnar Brákar verður að vanda á Seleyri við Borgarnes. Brennan verður tendruð föstudaginn 6. janúar kl. 19.30. Steinka Páls heldur uppi fjörinu ásamt söngfuglum og Gísli Einarsson lætur gamminn geysa. Björgunarsveitin Brák verður svo með flugeldasýningu sem enginn verður svikinn af. Allir velkomnir!
Menntaskóli Borgarfjarðar í Gettu betur
Búið er að draga saman lið í fyrri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur 2012. Menntaskóli Borgarfjarðar keppir við Borgarholtsskóla þriðjudaginn 10. janúar kl. 20.00 á Rás 2. Fyrir hönd Menntaskóla Borgarfjarðar keppa Inga Björk Bjarnadóttir, Jóhann Snæbjörn Traustason og Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. Þjálfari liðsins er Heiðar Lind Hansson. Varamenn liðsins eru Þorkell Már Einarsson sem aðstoðar einnig við þjálfun …
Gleðilegt ár!
Sveitarstjórn og starfsfólk Borgarbyggðar senda íbúum Borgarbyggðar og landsmönnum öllum bestu óskir um gleði og gæfuríkt nýtt ár og þakkar góð samskipti á liðnu ári.