Úthlutað úr menningarsjóði Borgarbyggðar 2012

Stjórn menningarsjóðs Borgarbyggðar úthlutaði úr sjóðnum á fundi sínum þann 21. mars síðastliðinn. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 22 talsins og hljóðuðu upp á ríflega 6 milljónir. Úthlutað var kr. 2.000.000 til 17 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Freyjukórinn Kórastarf 150.000 Reykholtskórinn Kórastarf 100.000 Gleðigjafar Kórastarf 50.000 IsNord Tónlistarhátíð 150.000 …

Uppsveitin í Borgarneskirkju

Tólistarhópurinn Uppsveitin heldur tónleika í Borgarneskirkju þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög úr ýmsum áttum, dægurlög og klassík. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Sjá auglýsingu hér.  

Páskakveðja til foreldra

Til foreldra frá samstarfshópi um forvarnir í Borgarbyggð og SAMAN-hópnum –16 ára böll-     Í 18 ára ábyrgð felst m.a. að foreldrum ber skylda til að leiðbeina og setja skýr mörk. Foreldrar gera sér æ betur grein fyrir skaðlegum áhrifum ótímabærrar áfengisneyslu á líf ungmenna. Þeir hafa með virkum hætti tekið ábyrgð á uppeldi barna sinna og spornað gegn …

Borgarbyggð styrkir starfsemi Snorrastofu

Bergur og PállNýverið undirrituðu Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar samkomulag um stuðning Borgarbyggðar við Snorrastofu á árinu 2012. Sveitarfélagið mun veita Snorrastofu 2,8 milljónir á árinu til reksturs og þróunar á starfsemi Snorrastofu.      

Átak í handsömun katta í Borgarnesi

Fjöldi katta í Borgarnesi er farinn að valda mörgum íbúum ónæði. Í flestum tilfellum er um villiketti eða ómerkta óskráða ketti að ræða. Því hefur verið ákveðið að gæludýraeftirlitsmaður muni frá og með morgundeginum og næstu vikur fara í átak í handsömun óskráðra katta í Borgarnesi. Handsamaðir kettir verða auglýstir og afhentir réttum eigandum gegn greiðslu handsömunargjalds, eftir að þeir …

Litglaðir vígásar í Reykholti

Um þessar mundir er myndlistarmaðurinn Hallur Karl Hinriksson að störfum í Snorrastofu við að mála vígásana sem fyrirhugað er að verði í anddyri sýningarinnar um Snorra Sturluson, sem opnuð verður í sumar í Reykholti. Vígásarnir eru að taka á sig mikið líf í höndum listamannsins og hafa glatt geskomandi ferðamenn sem geta fylgst með Halli að störfum í sýningarsalnum. Hallur …

Skallagrímur í úrvalsdeild

Skallagrímur tryggði sér að nýju sæti í úrvalsdeildinni í körfubolta karla eftir glæsilegan sigur á ÍA í hreinum úrslitaleik í gærkvöldi. Troðfullt var í íþrótthúsinu í Borgarnesi, en talið er að rúmlega 900 áhorfendur hafi fylgst með leiknum og stemmningin var frábær. Til hamingju Skallagrímur! mynd_Skessuhorn  

Sýningum fer fækkandi í Logalandi

Sýningum á revíunni „Ekki trúa öllu sem þú heyrir“ (og ekki trúa öllu sem þú sérð) sem Ungmennafélag Reykdæla sýnir um þessar mundir í félagsheimilinu Logalandi fer nú fækkandi. Leikritið hefur fengið góðar viðtökur og þykir skemmtileg innansveitarkróníka. Sýnt er í kvöld, miðvikudag og næsta laugardag 31. mars og síðustu sýningar eru áætlaðar á miðvikudag 4. apríl og laugardag 7. …

Árangur íbúa Borgarbyggðar í flokkun úrgangs í febrúar 2012

Komið er á heimasíðuna yfirlit yfir árangur sorpflokkunnar íbúa Borgarbyggðar í febrúar 2012.   Á síðunni ,,Yfirlit yfir árangur flokkunar úrgangs innan Borgarbyggðar“ má einnig sjá árangurinn í janúar 2012 og síðan hlutfall og magn úrgangs fyrir allt árið 2011.  

Tilkynning frá leikfélagi Menntaskólans

Síðustu sýningar á Stútungasögu í Hjálmakletti verða þriðjudaginn 27. mars kl. 18.00 og fimmtudaginn 29. mars kl. 20.00. Sýningar 30. og 31. mars falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Beðist er velvirðingar á því. Aukasýningar eftir páska verða auglýstar síðar.