Brother Grass í Skallagrímsgarði

júlí 5, 2012
Hljómsveitin Brother Grass ásamt Samfélagssjóði Landsvirkjunar og Menningarráði Vesturlands bjóða íbúum Borgarbyggðar og nágrennis, ungum sem öldnum á þátttökutónleika í Skallagrímsgarði, mánudaginn 9. júlí kl 13:00.
Hljómsveitin samanstendur af 4 söngkonum og einum gítarleikara og er því mikil áhersla lögð á þéttar raddsetningar og vandaðan gítarleik en einnig leika meðlimir sveitarinnar á hin ýmsu hljóðfæri og hljóðgjafa sem eru í óhefðbundnari kantinum, eins og þvottabretti, þvottabala, keðjur, skeiðar, nefflautu, víbraslap og gamlan síma. Hvetja þau gesti til að tína til potta, pönnur, kústsköft, saltbauka eða hvers kyns mögulega hljóðgjafa og taka þátt í að fremja skemmtilega og hressandi tónlist í Skallagrímsgarði mánudaginn 9 júlí.
 

Share: