Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn á þjóðhátíðardaginn, sunnudaginn 17. júní. Þá gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Í Borgarfirði verður boðið upp á gönguferðir frá eftirtöldum stöðum: Borgarnes – mæting kl. 10.00 við fólkvanginn Einkunnir, vestast í …

Eyðbýli á Íslandi – sumarið 2012

Fréttatilkynning: Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Fyrstu …

Sumarlestur byrjaður í Safnahúsi

Í sumar er í fimmta sinn efnt til til sumarlesturs í Safnahúsi. Sumarlesturinn er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára og tímabilið er frá 10. júní – 10. ágúst. Markmiðið er að nemendur viðhaldi og þjálfi lestrarleiknina sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Verkefnið er þátttakendum algjörlega að kostnaðarlausu. Í ágúst verður svo haldin uppskeruhátíð sumarlestursins, en …

Könnun á ferðavenjum á Vesturlandi

Frá UMÍS-Environice: Nú eru fyrirhugaðar breytingar á kerfi almenningssamgangna á Vesturlandi. Af því tilefni vinnur UMÍS ehf. Environice að könnun á viðhorfum íbúa til breyttra ferðavenja með tilkomu nýja kerfisins. Markmiðið er að kanna umhverfislegan ávinning af breyttum almenningssamgöngum m.t.t. þess hvort breytingarnar geti leitt til minnkunar á losun gróðurhúsalofttegunda. Meðfylgjandi spurningakönnun er send til íbúa á öllu Vesturlandi í …

Bekkur á gömlum grunni

Atvinnuátakshópur á vegum Borgarbyggðar hefur hreinsað lúpínu frá þeim trjáplöntum sem voru gróðursettar í holtið fyrir ofan Ánahlíð sumarið 2010 og í fyrra 2011 og ekki voru farnar að ná upp fyrir lúpínuna. Gróðursetningin í fyrra var tilraunaverkefni þar sem gróðursett voru um 150 birkiplöntur í jarðkeppum. Af þeim eru u.þ.b.120 plöntur lifandi.   Einnig hreinsaði hópurinn gróður ofan af …

Vinnuskóli Borgarbyggðar sumarið 2012

Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekkog verður settur miðvikudag 6. júní n.k. kl. 9.00 á eftirfarandi stöðum: Borgarnes kl:09:00 í Óðali. Hvanneyri kl:09:00 við gömlu slökkvistöðina Bifröst kl:09:00 við kjallarann á Hamragörðum Á miðvikudag Reykholt kl:09:00 við áhaldageymsluna við snorrastofu. Klæðum okkur í samræmi við veður og mætum jákvæð með góða skapið að sjálfsögðu. Vinnutímabil skólans verður …

Sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Þrjár stærri sýningar verða í Safnahúsinu í sumar.Auk sýningarinnar Börn í 100 ár verður uppi sýning á ljósmyndum Þorsteins Jósepssonar og sýning um sr. Magnús Andrésson á Gilsbakka. Auk þessa eru ýmsar smáar sýningar í húsinu, s.s. um Pourquoi-pas?, smíðisgripir málverk og fleira. Bókasafnið er opið alla virka daga frá 13.00-18.00 og sýningar eru opnar alla daga frá 13.00-17.00.  

Bónusmót Skallagríms 2012

Það verður mikið um að vera á íþróttasvæðinu í Borgarnesi um helgina. Á knattspyrnuvellinum fer fram Bónusmót Skallagríms 2012 þar sem etja kappi yngstu knattspyrnuiðkendurnir í 6. og 7. flokki karla og kvenna. Stelpurnar spila á laugardeginum og strákarnir á sunnudeginum. Fjöldi liða tekur þátt og er gert ráð fyrir að búast megi við að þúsund manns komi í Borgarnes …

Íþróttamaraþon í Borgarnesi

Um helginga fer fram íþróttamaraþon í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Það eru nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi sem ætla að æfa alls kyns íþróttir í heilan sólarhring og hefst maraþonið kl. 13,00 laugardaginn 02. júní og líkur kl. 13,00 sunnudaginn 03. júní. Maraþonið er liður í söfnun nemendanna í ferðasjóð fyrir útskriftarferð sína sem verður næsta haust og munu þeir …

Sumarstörf fyrir börn í Borgarnesi

Í sumar mun sveitarfélagið bjóða upp á sumarstarf fyrir börn og unglinga á öllum aldri í Borgarnesi.   Vinnuskóli Borgarbyggðarer starfræktur yfir sumartímann eins og undanfarin ár fyrir elstu nemendur grunnskólans og eru helstu verkefnin þessi: Grænn hópur sem sér um opin svæði, almenn þrif og tilfallandi verkefni, vinna í leikskólunum, vinna í Óðali við sumarstarf yngri barna, vinna við …