Atvinnuvegaráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki í Þróunarsjóðinn, Ísland allt árið. Markmið sjóðsins að lengja ferðamannatímabilið á Íslandi, með því að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í geiranum. Lögð er áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum en einnig koma til greina …
Góð gjöf til grunnskólanna
Ingibjörg Inga og Bernhard ÞórNýverið kom Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Arion banka í Borgarnesi færandi hendi í Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólann í Borgarnesi. Bernhard afhenti hvorum skóla 15 notaðar borðtölvur og skjái sem bankinn var að skipta út. Bernhard notaði tækifærið þegar hann kom í skólann á Kleppjárnsreykjum og skoðaði gamla skólann sinn og rifjaði upp minningar skólaáranna. Margt hefur …
Tómstundaakstur frá Grunnskóla Borgarfjarðar
Í haust hófst tómstundaakstur úr Grunnskóla Borgarfjarðar í Borgarnes en bílar aka frá Varmlandi, Kleppjársreykjum og Hvanneyri í Borgarnes eftir að skóladegi lýkur.Með þessu gefst nemendum grunnskólans betra tækifæri til að taka þátt í tómstundastarfi í Borgarnesi. Ferðin er nemum að kostnaðarlausu. Brottför frá skólunum er kl. 13.45 mánudaga og föstudaga og hina dagana kl. 15.15. Heimferðin er hins vegar …
Tónlistarskóli Borgarfjarðar 45 ára
Síðastliðinn föstudag fagnaði Tónlistarskóli Borgarfjarðar 45 ára afmæli. Tónlistarkólinn tók til starfa haustið 1967 og var Jón Þ. Björnsson fyrsti skólastjóri skólans. Í upphafi störfuðu fjórir kennarar og um 40 nemendur stunduðu nám við skólann. Í dag starfa ellefu kennarar við skólann og eru nemendur 170. Kennt er á fjórum stöðum í héraðinu, í húsnæði skólans í Borgarnesi og einnig …
Skuldaviðmið Borgarbyggðar undir 150%
Á fundi byggðarráðs síðastliðinn fimmtudag var lögð fram greinargerð frá KPMG ehf. sem sýnir að skuldaviðmið Borgarbyggðar er 146.3% í hlutfalli af tekjum. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarfélög mega ekki skulda meira en 150% í hlutfalli af tekjum. Í nýrri reglugerð um fjármál sveitarfélaga er ný skilgreining sem kallast skuldaviðmið og þar er sveitarfélögum heimilt að draga frá skuldahlutfalli …
Sýning í Safnahúsi
Jóhanna og EgillFimmtudaginn 6. september verður opnuð í Safnahúsi myndasýning um Egil Pálson og fjölskyldu hans en þann dag hefði Egill orðið hundrað ára. Egill bjó í Borgarnesi mestallt sitt líf og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Kona hans var Jóhanna Lind frá Svíney í Færeyjum og komu þau upp stórum barnahópi. Sýningin verður opnuð með ljúfri dagskrá á …
Fjárréttir haustið 2012
Réttardagar í Borgarbyggð Fljótstungurétt í Hvítársíðu, laugardaginn 8. september. Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 8. september. Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi, sunnudaginn 9. september. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 12. september. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn 16. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 16. september. Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 17. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 17. september. Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 17. september. Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 18. …
Borgfirskar vísur á vísnavef Árnastofnunar
Safnahús Borgarfjarðar er nú orðinn formlegur aðili að vísnavef Árnastofnunar. Vefurinn heitir Bragi – óðfræðivefur. Það eru þau Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson sem annast ritstjórn borgfirska hlutans. Ásamt efni frá Árnastofnun og kvæðasafni úr Borgarfirði er á vefnum vísnasafn úr Skagafirði, Vestmannaeyjum og Kópavogi og von er á meira efni með haustinu. Borgfirska vefinn má sjá með því …
Nýjungar í almenningssamgöngum
Sunnudaginn 2. september verður tekið upp nýtt skipulag almenningssamgangna á Vesturlandi, en nýverið tóku Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi við umsjón almenningssamganga á svæðinu af Vegagerðinni. Nýtt skipulag hefur verið unnið í samráði við önnur landshlutasamtök í Norðvestur-kjördæmi. Samið hefur verið við Stætó bs. um að hafa umsjón með akstrinum og voru flestar leiðir boðnar út og voru Hópbílar með lægsta …
Fjallskilaseðlar 2012
Fjallskilaseðlar frá afrétta- og fjallskilanefndum eru nú aðgengilegir á heimasíðunni í fyrsta sinn. Til að nálgast seðlana er farið inn á starfsemi undir bláu valstikunni á forsíðu heimasíðunnar. Þar til hliðar er farið í landbúnaður og fjallskilasjóðir. Á þeirri síðu er síðan farið inn á fjallskil 2012. Þá má einnig nálgast hér undir.