Frá Slökkviliði Borgarbyggðar
Nú er sá árstími þegar hvað mest er hættan á eldsvoða vegna kertaljósa og skreytinga. Slökkvilið Borgarbyggðar vill vekja athygli á nokkrum atriðum: * Hefur þú athugað virkni reykskynjarans nýlega? Og skipt um rafhlöðu nú fyrir jólin? * Ertu með eldvarnateppi í eldhúsinu þínu? * Sýnið aðgát við meðferð, umbúnað og staðsetningu kertaskreytinga. * Ofhlaðið ekki fjöltengi. * Fargið gömlum …
Fréttablaðskassar teknir niður
Fréttablaðskassar sem er að finna í Borgarnesi, verða teknir niður 27/28. desember. Þetta er gert vegna aukinnar hættu á skemmdum um áramótin. Kassarnir verða aftur settir upp á nýju ári. Auglýst verður í Fréttablaðinu hvar hægt verður að nálgast blaðið þá daga sem kassarnir verða ekki uppi.
Koma jól yfir borg og bæ – Jólatónleikar fjölskyldunnar
Miðvikudaginn 19. desember nk kl. 20:30 halda hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrunum Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu tónleika í Borgarneskirkju. Meðleik á píanó annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Aðgangur verður ókeypis og allir velkomnir. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og í Vínarborg og hefur víða komið fram sem …
Aðventurölt í gamla miðbænum
Næstkomandi miðvikudagskvöld bjóða ýmis fyrirtæki í gamla miðbæ Borgarness heim og verða með ýmis tilboð í tilefni aðventu. Safnahús tekur dyggilega þátt með aukaopnun bókasafnsins frá 19-22 þetta kvöld auk þess sem myndlistarkonurnar Jóhanna Stefánsdóttir og Björk Jóhannsdóttir verða á vaktinni á sýningu sinni. Um aðventutilboðin má lesa hér fyrir neðan. Egils Guesthose verður með opið hús og er heitt …
Köttur í óskilum 2012-12-17
Gæludýraeftirlit Borgarbyggðar er með kött í geymslu hjá sér sem handsamaður var i Borgarnesi. Ef einhver kannast við að eiga þennan kött (sjá mynd) er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100.
Skuldir Borgarbyggðar lækka á árinu 2013
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir því að rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi á árinu. Álagningaprósenta fasteingskatts og lóðaleigu er óbreytt, leikskólagjöld verða sömuleiðis óbreytt en aðrar gjaldskrár hækka í samræmi við verðlagsbreytingar. Áfram verður unnið að því að bæta þjónustu við íbúa og má þar nefna innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð, þjónustu við aldraða, styttingu á sumarlokun …
Efnistaka og framkvæmdaleyfi.
Efnistöku- og námusvæði sem tekin voru í notkun fyrir 1. Júlí 1999 og enn eru starfrækt voru á undanþágu frá framkvæmdaleyfi þar til nú 1. júlí 2012 samkvæmt ákvæði bráðabirgðalaga um náttúruvernd nr 44/1999. Það hefur verið auglýst á undanförnum árum m.a. í fréttablaði sveitarfélagsins og heimasíðu þess að fljótlega kæmi að þessu. Landeigendur/verktakar eru því beðnir að bregðast skjótt …
Val á íþróttamanni Borgarbyggðar 2012
Komið er að vali á íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2012. Þetta verður jafnframt í síðasta sinn sem tómstundanefnd Borgarbyggðar stendur fyrir vali á íþróttamanni ársins en frá og með árinu 2013 mun UMSB sjá um það fyrir hönd sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í reglugerð um val á íþróttamanni Borgarbyggðar skulu tilnefningar koma frá öllum ungmennafélögum í Borgarbyggð og einnig …
Akstursstyrkir vegna íþróttaæfinga
Tómstundanefnd Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um akstursstyrki vegna aksturs með börn á skipulagðar íþróttaæfingar á vegum félagasamtaka í sveitarfélaginu á árinu 2012. Umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast fræðslustjóra í Ráðhúsi Borgarbyggðar í síðasta lagi föstudaginn 28. desember 2012. Reglur um akstursstyrki og umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Borgarbyggðar. Einnig er hægt að smella hér til að nálgast reglurnar. …