„Hugarflug um handverk“

Handverkshópurinn Bolli stendur fyrir ráðstefnu um handverk í Leifsbúð í Búðardal laugardaginn 13. apríl kl. 11.30. Gestir ráðstefnunnar verða m.a. Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar, Jóhanna Pálmadóttir frá Textílsetri Íslands á Blönduósi, Ása Ólafsdóttir veflistakona í Lækjarkoti, Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi Vesturlands, Ríta Freyja Bach handverkskona í Grenigerði og listakonrunar Lára Gunnarsdóttir og Sigríður Erla Guðmundsdóttir úr Stykkishólmi. Ráðstefnan er …

Fréttabréf Borgarbyggðar 16 tbl

Fréttabréf Borgarbyggðar, 16. tbl. er komið út. Það má nálgast hér. Fréttabréfið verður svo borið á öll heimili í sveitarfélaginu á morgun, fimmtudag.  

Styrkir vegna fasteignaskatts félaga og félagasamtaka – 2013

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. maí 2007 reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Félög og félagasamtök geta nú sótt um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013 og skal öllum umsóknum …

Klettaborg valinn tilraunaleikskóli

Leikskólinn Klettaborg hefur verið valinn tilraunaleikskóli fyrir verkefnið „Heilsueflandi leikskóli“ sem nú er unnið að hjá Embætti landlæknis. Verkefnið felst m.a. í að taka þátt í að gera handbók þar sem unnið verður með eftirfarandi þætti: Hreyfingu, næringu, tannvernd, geðrækt, öryggi, starfsfólk, fjölskyldu og nærsamfélag. Haustið 2011 var byrjað að vinna að heilsueflingu í leikskólanum en þá notuð handbók fyrir …

Grunnskólakennarar athugið

Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að grunnskólakennurum frá upphafi næsta skólaárs til að koma til liðs við öflugan starfamannahóp sem fyrir er. M.a. er leitað eftir sérkennara sem, auk þess að kenna, tæki að sér umsjón með skipulagningu sérkennslu í skólanum (verkefnastjóri). Síðan er auglýst eftir heimilisfræðikennara og textílmenntarkennara. Þar fyrir utan kann okkur að vanta kennara í almenna bekkjarkennslu. Menntun …

Blóðbankabíllinn í Borgarnesi á þriðjudag – 2013

Blóðbankabíllinn verður í Borgarnesi við Hyrnuna, þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi kl. 14.00 – 17.00. Allir eru velkomnir, jafnt nýir sem vanir blóðgjafar og Blóðbankinn vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og gefa blóð. Að jafnaði þarf bankinn um 70 blóðgjafa á dag. Blóðgjöf er lífgjöf.  

Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir eftir gæludýraeftirlitsmanni í 50% starf til reynslu. Um nýtt starf er að ræða. Starfið heyrir undir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa. Starfsstöð gæludýraeftirlitsmanns er á skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs sveitarfélagsins að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Sjá auglýsingu.

Ævintýri fuglanna í Safnahúsi Borgarfjarðar

Föstudaginn 5. apríl næstkomandi, kl. 17.00, verður opnuð ný sýning í Safnahúsi, þar sem fuglar úr náttúru Íslands eru sýndir í mögnuðu umhverfi. Þemað er farflugið, hin miklu og óskiljanlegu afrek fuglanna sem hafa heiminn undir í ferðum sínum en rata þó alltaf til baka. Sýningarhönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson, sá sami og hannaði sýninguna Börn í 100 ár. Sýningin …

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir sérkennara til starfa

Ertu menntaður sérkennari sem vantar starf á fallegum stað í Borgarfirði í góðum skóla? Ef svo er, þá er Varmaland staður fyrir þig. Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli með 220 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri. Sérkennara vantar í Varmalandsdeild skólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og LS. Umsóknarfrestur er til 25.apríl nk. Umsóknum skal skilað …

Laust starf skipulags- og byggingafulltrúa

Laust starf hjá Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar; Skipulags- og byggingarfulltrúi Borgarbyggð óskar eftir að ráða skipulags- og byggingarfulltrúa til starfa hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Helstu verkefni: Framkvæmd skipulags- og byggingamála, mælingar, úttektir, skráning fasteigna, yfirferð uppdrátta og afgreiðsla umsókna, yfirferð skipulaga og eftirfylgni …