Úthlutað hefur verið úr Menningarsjóði Borgarbyggðar. Við skoðun á umsóknum var lögð áhersla á grasrótarstarf í héraði. Umsóknir voru alls 19 talsins og hljóðuðu upp á tæplega 6 milljónir. Úthlutað var kr. 1.650.000 til 15 verkefna. Eftirtaldir hlutu styrk úr sjóðnum: Freyjukórinn Kórastarf 120.000 Theodóra Þorsteinsdóttir Tónleikar 50.000 Gleðigjafar Kórastarf 120.000 IsNord Tónlistarhátíð 120.000 Samkór Mýramanna Kórastarf 120.000 Söngbræður Kórastarf …
Vortónleikar menntaskólakórsins
Vortónleikar kórs Menntaskóla Borgarfjarðar verða í Borgarneskirkju í kvöld, miðvikudaginn 8. maí og hefjast kl. 20.30. Kórsöngur, einsöngur og hljóðfæraleikur. Enginn aðgangseyrir en kórfélagar taka glaðir móti frjálsum framlögum. Allir velkomnir.
Til foreldra barna 7 – 10 ára
Sumarstarf fyrir börn 7-10 ára Starfið hefst þann 10. júní og verður í 4 vikur, þ.e. til 5. júlí. Starfsemin verður með þeim hætti að ráðinn verður 1 fullorðinn aðili til að halda utan um starfið en síðan mun hópur unglingar úr unglingavinnunni verða til aðstoðar. Um verður að ræða samveru úti og innileiki, vettvangsferðir o.fl. Starfsemin fer fram í …
Til foreldra barna 11 – 13 ára
Sumarstarf fyrir börn 11 – 13 ára Starfið hefst 10. júní og verður í 4 vikur, þ.e. til 5. júlí. Starfsemin verður með þeim hætti að ráðinn verður 1 fullorðinn aðili til að halda utan um starfið en síðan mun hópur unglingar úr unglingavinnunni verða til aðstoðar. Boðið verður upp á smíðavöll, leikskólavinnu, vettvangsferðir, útivist og einnig eru hugmyndir um …
Framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju
Heimir Klemenzson píanóleikari heldur framhaldsprófstónleika í Borgarneskirkju fimmtudaginn 9. maí kl. 20.00. Á tónleikunum flytur hann m.a, verk eftir Grieg, Chopin, Haydn og Katzaturian. Heimir, ásamt Quintet sínum, mun einnig flytja frumsamið verk. Heimir hefur stundað nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar frá árinu 1998 og hefur Jónína Erna Arnardóttir verið kennari hans lengst af. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. …
Fjölskylduskemmtun Grunnskólans í Borgarnesi
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi heldur fjölskylduskemmtun á lóð grunnskólans, þriðjudaginn 7. maí kl. 17.00-19.00. Í boði verður grill og leikir. Hvetjum foreldra að mæta með börnum sínum og eiga góða stund saman.
Fjórar valkyrjur keppa í ræðukeppni í Borgarnesi
Fréttatilkynning: Það verður fjöldi blómarósa og nokkrir herramenn, sem munu setja svip sinn á Borgarnes, helgina 3. til 5. maí, því að þá halda POWERtalk félagar þar sitt árlega landsþing á Hótel Borgarnesi. POWERtalk eru alþjóðleg þjálfunarsamtök sem þjálfa fólk í að koma fram og koma fyrir sig orði og þar er hægt að hefja markvissa þjálfun í ræðumennsku, framkomu …
Óskað er eftir stuðningsfulltrúa á starfsbraut MB
Menntaskóli Borgarfjarðar óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% starf á starfsbraut skólaárið 2013 til 2014. Starfið felst í að aðstoða nemanda með fötlun við nám og athafnir daglegs lífs. Viðkomandi þarf að vera karlkyns og geta hafið störf 20. ágúst nk. Hæfniskröfur: Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma …
Einþáttungahátið í Logalandi
Í tengslum við aðalfund Bandalag íslenskra leikfélaga um næstu helgi verður haldin einþáttungahátíð í félagsheimilinu Logalandi, föstudaginn 3. maí kl. 20.30. Þar munu fjögur leikfélög sýna fimm einþáttunga, ýmist frumsamda eða eftir erlenda höfunda. Leikfélögin sem sýna eru Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélag Ölfuss. Að sýningum loknum mun Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, fjalla um sýningarnar. Aðgangur er …
Ný vatnsveita vígð í Reykholtsdal
Ný vatnsveita í Reykholtsdal var vígð s.l. miðvikudag. Vatnsból veitunnar er í landi Steindórsstaða og er vatnið leitt þaðan í Reykholt og Kleppjárnsreyki. Vatnsbólið gefur 9 sekl í dag og með minniháttar breytingum getur vatnsbólið gefið meira af sér ef vöxtur verður í byggð eða atvinnustarfsemi á svæðinu. Kostnaður við gerð veitunnar var um 70 milljónir. Orkuveita Reykjavíkur er eigandi …