Stjórn Lýðheilsusjóðs hefur úthlutað styrkjum úr Lýðheilsusjóði fyrir árið 2013. Leikskólinn Klettaborg fékk kr. 800.000,- í styrk til verkefnisins „Heilsueflandi leikskóli“ Klettaborg er tilraunaleikskóli fyrir verkefnið Heilsueflandi leikskóli sem nú er unnið að hjá Embætti landlæknis, byrjað var að vinna að verkefninu í Klettaborg haustið 2011 um leið og innleiðing hófst í Grunnskólanum í Borgarnesi. Innan leikskólans hefur starfað stýrihópur …
Laus störf í Grunnskóla Borgarfjarðar
Grunnskóla Borgarfjarðar vantar tvo starfsmenn í Skólalsel Hvanneyrardeildar næsta skólaár. Um er að ræða hlutastörf. Mikilvægt er að starfsmenn hafi áhuga og gaman að því að vinna með börnum. Starfsemi Skólaselsins er frá skólabyrjun 22.ágúst 2013 til skólaloka. Ef þú hefur áhuga, endilega hafðu samband við Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur skólastjóra í síma 430/1504 eða 847-9262. Einnig er hægt að senda …
Menntaskóli Borgarfjarðar fær gönguleiðakort
Páll Brynjarsson sveitarstjóri og Inga Vildís Bjarnadóttir forvarnarfulltrúi afhentu Menntaskóla Borgarfjarðar kort með gönguleiðum í nágreni skólans. Kortið er framlag Borgarbyggðar til verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli – hreyfing. Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Höfuðáhersla …
Hross í óskilum
Í óskilum er ómörkuð og ómerkt, mósótt meri, tveggja til þriggja vetra gömul. Hún kom fyrir í Stafholtsey í vor en er nú á Kópareykjum. Þeir sem telja sig kannast við merina eru beðnir að hafa samband við Jón Eyjólfsson á Kópareykjum í síma 893-6538
Dagur hinna villtu blóma í Einkunnum
Dagur hinna villtu blóma verður sunnudaginn 16. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Í tilefni dagsins verður farið í skoðunarferð í fólkvanginum Einkunnum. Mæting er kl. 10:00 við bílastæðin við Álatjörn í fólkvanginum Einkunnum. …
Rúlluplastsöfnun Borgarbyggðar – Önnur söfnun ársins er hafin
Önnur rúlluplastsöfnun ársins hófst í dag 10. júní og kemur hún til með að standa til 20. júní. Sjá hér auglýsingu sem send var í upphafi árs og einnig fyrir hálfum mánuði síðan.
Græn svæði í fóstur
Árið 2011 var íbúum og samtökum í fyrsta skipti boðið að taka opið svæði, í umsjón eða eigu sveitarfélagsins, í fóstur. Nú hefur verið gengið frá 8 samningum við íbúa og það eru 9 samningar til viðbótar í vinnslu. Heildarflatarmál þeirra svæða sem búið er að gera samning um er nú komið í 35.222 fermetra. Sjá hér auglýsingu sem birtist …
Grunnskólakennarar takið eftir!
Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að grunnskólakennurum frá upphafi næsta skólaárs til að koma til liðs við öflugan starfsmannahóp sem fyrir er. Skólinn vinnur eftir stefnunni Uppeldi til ábyrgðar og er Grænfánaskóli síðan 2006. Leitað er eftir sérkennara og kennara í almenna bekkjarkennslu. Menntun sem nýtist í starfi er áskilin. Ef þessi störf vekja áhuga sem og hinn fagri Borgarfjörður þá …
Tilkynning til íbúa Borgarness
Borgarbyggð hefur fengið Stefán Inga Ólafsson til að vinna fyrir sig máf við Dílatanga í Borgarnesi í júní 2013 til verndar andfuglum á svæðinu.
Opið hús á Hnoðrabóli
Í dag, miðvikudaginn 29. maí ætla börnin á Hnoðrabóli í Reykholtsdal að bjóða öllum velunnurum skólans á opið hús og myndlistarsýningu frá kl. 14.00 til kl. 15.45. Gaman væri að sjá sem flesta foreldra, systkini, ömmur, afa, frænkur, frændur og aðra sveitunga sem hafa tök á því að líta inn og eiga góða stund með okkur og þiggja kaffiveitingar. Útskrift …