
Í sviptingum ársins 2008 varð rekstur Sparisjóðsins ekki undanskilinn áföllum eins og kunnugt er og að lokum rann saga hans sitt skeið. Á þessum tímamótum verður vitnað í orð Magnúsar Sigurðssonar á Gilsbakka sem lengi gegndi formennsku stjórnar Sparisjóðsins og ritar svo í formála að 90 ára sögu hans: „Á tímum eins og nú eru, þegar margt er á hverfanda hveli, innan héraðs og utan, er gott að glöggva sig á liðinni tíð – og forsendum þess, sem þá tókst vel, en þær voru fyrst og fremst samstaða hinna mörgu og smáu um verkefnin og þær hugmyndir sem þau voru byggð á.“
Eins og Magnús kom einnig inn á í nefndum formála er saga sparisjóðsins góður og gildur þáttur í sögu Borgarfjarðarhéraðs á tuttugustu öld. Því er hans minnst hér í tilefni dagsins.
|
![]() Fyrsta sparisjóðsbókin var í eigu Sigurðar Guðjónssonar Bachmann. Á umslagi með henni stendur eftirfarandi með rithönd Friðjóns Sveinbjörnssonar:
„Bókin var stofnuð á fyrsta afgreiðsludegi sparisjóðsins 1. okt. 1913, með 5 krónu inleggi sem Sigurður Bachmann fékk að gjöf frá föðursystur sinni Málfríði – c.a. 2 lambsverð. Sigurður Bachmann afhendi sparisjóðsstjóra, Friðjóni Sveinbjörnssyni, bókina sem gjöf til sparisjóðsins 30. júlí 1985.“
Það var Steinunn Ásta Guðmundsdóttir sem afhenti gögnin fyrir hönd Arion banka, en svo skemmtilega vildi til að hún á 36 ára starfsafmæli í dag.
|
-af vef safnahúss