Föstudaginn 20. september mun lið Borgarbyggðar mæta liði Hornafjarðar í spurningarþættinum Útsvari á Rúv. Lið Borgarbyggðar skipa þau Stefán Gíslason Borgarnesi, Jóhann Óli Eiðsson Glitsstöðum og Eva Hlín Alfreðsdóttir Borgarnesi. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á keppnisfyrirkomulaginu í þættinum. Meðal annars eru liðin ekki lengur látin hlaupa í bjöllu eða keppa í látbragðsleik en þess í stað verða kynntir inn …
Grunnskólinn í Borgarnesi – Kristján lætur af störfum
Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi og Páll Brynjarsson sveitarstjóri hafa undirritað samkomulag um starfslok Kristjáns við skólann. Kristján lætur af störfum við skólann þann 15. október en hann mun starfa áfram fyrir sveitarfélagið og vinna að ýmsum sérverkenum á árinu 2014. Á næstu dögum verður staða skólastjóra auglýst. Þar til nýr skólastjóri tekur til starfa mun Hilmar Már Arason …
Lýst og lagað í Borgarnesi
Borgarbyggð vinnur að breikkun götunnar Ánahlíðar en verkið er á framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins árið 2013. Verkið er unnið af Borgarverki ehf. í Borgarnesi. Borgarverk sér jafnframt um lóðarframkvæmdir á svæðinu í tengslum við lóð Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar. Þegar er búið að breikka götuna og malbika en enn á eftir að steypa kantstein og ganga frá umhverfi. Stefnt er að verklokum …
Endurbætur í íþróttamiðstöðinni
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 9. september síðastliðinn að taka tilboði Eiríks Ingólfssonar f.h. EJI ehf. í stækkun og breytingar á þreksalnum í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Tilboð EJI ehf. hljóðaði uppá 18.004.850 kr. en kostnaðaráætlun Umhverfis- og skipulagssviðs var 17.522.550 kr. Áætlað er að verktíminn verði í nóvember og desember og verklok fyrir áramót. Samhliða þessum breytingum verður …
Gjaldfrjáls tannlæknaþjónusta
Í vor var undirritaður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands (TFÍ) um tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára. Hann öðlaðist gildi 15. maí 2013 og gildir til 30. apríl 2019, en hann verður innleiddur í áföngum. Sjá auglýsingu hér. Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. komugjald sem …
Vinaliðaverkefnið innleitt í Borgarnesi
Inga Lára og KristjánÍ síðustu viku var undirrituðu Inga Lára Sigurðardóttir verkefnastjóri í Árskóla í Skagafirði og Kristján Gíslason skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi samning um „Vinaliðaverkefnið“. Nú þegar er búið að innleiða verkefnið, sem er af norskum uppruna, í Skagafirði og er því stýrt þaðan. Samningurinn var undirritaður í Hjálmakletti þegar haldinn var kynningarfundur fyrir starfsmenn þeirra skóla sem ætla …
Umhverfismennt á Kleppjárnsreykjum
Nemendur í 4.-5 . bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hafa verið að læra um fræ, hvar þau eru að finna og hversu fjölbreytt þau eru í náttúrunni. Krakkarnir hafa farið út og safnað jurtum með það að markmiði að skoða fræin í þeim, skrá heiti þeirra og teikna. Á myndinni má sjá hluta bekkjarins með náttúrulistaverk sem þau gerðu …
Bros – fréttabréf Klettaborgar komið út
Bros – fréttabréf leikskólans Klettaborgar er komið út. Í Brosi má lesa fréttir úr skólanum, sagt er frá vetrarstarfinu, réttarferð, námskeiði fyrir foreldra og fl. Þá er einnig sagt frá því að Klettaborg, sem tilraunaleikskóli hjá Embætti landlæknis vegna handbókar um heilsueflandi leikskóla, mun í vetur leggja áherslu á tannvernd og mataræði. Leikskólinn Ugluklettur mun einnig taka þátt í verkefninu. …
Skráning í skátana – vetrarstarfið að hefjast
Vetrarstarf Skátafélags Borgarness er að hefjast og eins og alltaf verður mikið að gera hjá skátunum í vetur; leikir, útivera og fullt af fjöri. Meðal annars stendur til að fara í félagsútilegu, í vetrarstarfinu verður lögð áhersla á undirbúning fyrir landsmótið næsta sumar og fleira verður til gamans gert. Krakkar eru hvattir til að koma og vera með en skráning …
Sýningar í Safnahúsi opnar allt árið
Vetraropnun á sýningum hefur nú tekið gildi í Safnahúsi og eru þær þá opnar kl. 13.00-16.000 alla virka daga en á öðrum tímum eftir samkomulagi. Opið hefur verið alla daga frá því snemma í vor og er þetta í fyrsta sinn sem sýningar hússins eru með fastan opnunatíma allt árið. Héraðsbókasafnið er eftir sem áður opið alla virka dga frá …