Andabær fær Grænfánann

Nýverið fékk Leikskólinn Andabær á Hvanneyri afhentan Grænfánann í fimmta sinn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni á vegum Landverndar og til þess gert að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Til að fá nýjan fána þarf viðkomandi skóli að sýna fram á gott starf í þágu umhverfisins og setja sér ný markmið á tveggja ára fresti. Í dag er Andabær …

Rúlluplastsöfnun hefur tafist

Af óviðráðanlegum orsökum tókst ekki að ljúka rúlluplastsöfnun á vegum Borgarbyggðar á auglýstum tíma (10. – 21. júní). Þeir landeigendur sem pantað hafa þessa þjónustu eru beðnir velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur. Plastið mun verða sótt á þá bæi sem eftir eru, næstkomandi laugardag, þann 29. júní.  

Íbúakynning um fyrirhugaðar endurbætur á Skallagrímsgarði

Boðið er til íbúakynningar í Skallagrímsgarði 27. júní kl. 16. Þar mun Samson B. Harðarson kynna tillögu sína að endurbótum á garðinum. Vinna við þær endurbætur mun hefjast í ár og ráðgert er að þeim muni ljúka árið 2018.  

Laus störf á Hnoðrabóli

Lausar eru til umsóknar stöður leiðbeinenda við leikskólann Hnoðraból í Reykholtsdal. Ráðið verður í stöðurnar tímabundið og er ráðningatímarbilið frá 8. ágúst 2013 til sumarlokunar 2014. Um er að ræða 100% og 40% stöðu.   Leikskólinn Hnoðraból er lítill og notalegur einnar deildar leikskóli. Þar eru að jafnaði 16-18 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 5-6 starfsmenn. …

Félagsþjónustan auglýsir

Félagsþjónustan í Borgarbyggð auglýsir eftir góðum heimilum í sveit sem eru reiðubúin til að taka börn til sumardvalar í lengri eða skemmri tíma. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Ragnarsson eða Ingu Vildísi Bjarnadóttur í síma 433 7100  

Ráðið í stöðu skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar

Ákveðið hefur verið að ráða Lulu Munk Andersen, byggingarfræðing í starf skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar. Lulu hefur starfað sem byggingarfulltrúi í Fjarðarbyggð frá árinu 2008 og var áður aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa frá árinu 2006. Lulu er dönsk, fædd árið 1966, gift Gunnari Birni Gunnarssyni og eiga þau 8 börn saman. Borgarbyggð býður Lulu velkomna til starfa fyrir sveitarfélagið.  

Útboð

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í tæmingu rotþróa í Borgarbyggð 2013 – 2017. Verkið felst í hreinsun rotþróa við lögbýli og aðra staði í sveitarfélaginu og flutning á seyru til förgunar. Heildarfjöldi rotþróa sem hreinsa skal á samningstíma er um 1.600 stk. Verktaki skal einnig staðsetja allar rotþrær með GPS. Útboðsgögn verða til afhendingar í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi …

Íbúafundur um þjóðlendumál

Borgarbyggð boðar til íbúafundar um þjóðlendumál í félagsheimilinu Brún mánudagskvöldið 24. Júní n.k. Fundurinn hefst kl.20.30. Á fundinum verður farið yfir þá vinnu sem unnin hefur verið á vegum Búnaðarsamtaka Vesturlands og Borgarbyggðar vegna væntanlegra krafna ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð og hvernig rétt sé að halda á málum þegar kröfur ríkisins koma fram.   Allir velkomnir  

17. júní

Hátíðarhöld í tilefni þjóðhátíðardagsins verða með hefðbundnum hætti víðsvegar um sveitarfélagið: Brautartunga í Lundarreykjadal Ungmennafélagið Dagrenning sér um dagskrá sem hefst kl.14.00.   Logaland í Reykholtsdal Ungmennafélag Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholtsdal með hefðbundnum hætti. Riðið til messu í Reykholti árdegis. Hangikjötsveisla og skemmtidagskrá í Logalandi kl. 13.00. Karamelluflugvélin ógurlega mun gera árás á hátíðargesti.   Hvanneyri Ungmennafélagið Íslendingur …

Vinnuskólinn og sumarstarf barna

Frá Sissa í Vinnuskólanum: Vinnuskóli Biorgarbyggðar tók til starfa mánudaginn 10. júni. Einungis 45 unglingar mættu til vinnu en það telst ansi lítið miðað við síðastliðin ár. Tómstundaskóli (leikjanámskeið og kofabyggð) hófst einnig fyrir yngsta stig og miðstig og þar er aftur á móti mjög góð þáttaka. Borgarbyggð hefur verið með leikjanámskeið undanfarin ár fyrir krakka í 5.-7. bekk og …