Umsjónarnefnd Einkunna samþykkti á fundi sínum í vor að hefja undirbúning á stikun tæplega 5 km gönguleiðar milli fólkvangsins Einkunna og Borgar á Mýrum auk viðbótarstígs að gömlu Kárastöðum. Fundist hefur falleg og skemmtileg gönguleið sem auðvelt er að stika og liggur hún um þurrasta hluta svæðisins. Næst verður farið í að gps mæla þá leið sem valin hefur verið …
Til gæludýraeigenda í Borgarbyggð
Kæru gæludýraeigendur Samkvæmt samþykkt Borgarbyggðar um hunda- og kattahald er skylt að skrá öll dýr þeirra tegunda í sveitarfélaginu að undanskildum þeim dýrum sem eru utan þéttbýlis á lögbýlum. Þetta á ekki að koma neinum á óvart því sendar hafa verið út tilkynningar að minnsta kosti tvisvar á ári til að minna á þetta. Skráning er forsenda þess að Borgarbyggð …
Tré, blómaker og holtagrjót á Kleppjárnsreykjum
Við veginn sem liggur heim að Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum hefur verið komið fyrir fjórum menningarborgarkerjum og stóru holtagrjóti á milli þeirra. Við enda svæðisins var síðan plantað nokkrum birkitrjám. Einar Steinþór Traustason sem sá um alla vélavinnuna þ.e. slétta svæðið, bæta í það möl, setja kerin á sinn stað og fylla þau að mold og flytja að staðnum holtagrjót …
Yllir milli aspa við gamla Sólbakkann
Ylli hefur verið plantað milli allra aspartrjánna við iðnaðarhverfið við gamla Sólbakkann. Þær koma með tímanum til með að fylla upp í opið neðst milli aspartjánna að sumarlagi og blómstra hvítum blómum vegfarendum vonandi til ánægjuauka. HSS verktak sá um að grafa holurnar og flytja að hrossaskít og mold frá Bjarnhólum. Það var sumarstarfsmaðurinn Unnar Eyjólfur Jensson sem plantaði …
Sjálfboðaliðar að störfum
Nokkrir hópar sjálfboðaliða hafa verið við störf í Borgarbyggð það sem af er sumri á vegum Umhverfisstofnunnar undir stjórn landvarðar. Unnið var í stígnum að Eldborg þar sem þrep voru löguð auk stiga og stíga. Hópurinn við Grábrók vann við að loka gömlum rofsvæðum með mosaígræðslu og laga stíga. Einnig var gerð tilraun til að endurheimta landslag við Grábrókargíg, með …
Fjallhús í Borgarfirði
ÁlftakróksskáliNokkur fjallhús eru í eigu Borgarbyggðar. Flest eru þau notuð sem leitarmannaskálar á haustin en hægt er að fá gistingu fyrir einstaklinga og hópa á öðrum tíma. Húsin eru mismikið notuð enda aðgengi vegna staðsetningar misjafnt. Skálarnir á Arnarvatnsheiði og við Hítarvatn og Langavatn hafa t.d. notið mikilla vinsælda hjá göngu- og hestahópum. Hægt er að panta gistingu og fá …
Næsta UMSB ganga – Tunga
Næsta ganga UMSB verður miðvikudaginn 17. júlí kl. 18.30. Gengið verður á Tungu (437 m) fyrir ofan Kalmannstungu. Gangan hefst við vegamótin þar sem beygt er upp á Arnavatnsheiði og að Surtshelli. Af Tungunni er fallegt útsýni yfir Norðlingafljót, Fljótstungurétt og Húsafell. Fyrir þá sem koma úr Borgarnesi eða nágrenni þá verður sameinast í bíla við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi kl …
Menntaskóli Borgarfjarðar – fjármálastjóri
Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir 50% stöðu fjármálastjóra Fjármálastjóri annast fjárreiður skólans, færir bókhald, sér um áætlanagerð, uppgjör og fleira. Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af bókhaldi og fjármálastjórnun. Hæfni í mannlegum samskiptum. Ráðið verður í starfið frá 1. september nk. Nánari upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari, kolfinna@menntaborg.is eða í síma 866 1314. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst og skal …
Frá Saman – hópnum
Saman-hópurinn hefur sent hvatningu til allra sveitarstjórna landsins um að huga að forvarnarstarfi, sporna gegn áhættuhegðun unglinga og styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu í tengslum við bæjarhátíðir. Sumarið er ávallt álagstími þegar kemur að því að foreldrar setji skýr mörk gagnvart unglingum sínum og því mikilvægt að skemmtanahaldarar sem og leyfisveitendur slíkra hátíða og annarra skemmtana axli ábyrgð á því …
Gróðursetning við innkomuna í Borgarnes
Í sumar verður gróðursett töluvert við báðar innkomurnar inn í Borgarnes. Lokið hefur verið við gróðursetningu í tæplega 300 fermetra svæði til móts við Geirabakarí. Það er ljóst að mikið veðurálag er á þessu svæði og því óvíst hvernig gengur með þá ræktun. Plönturnar sem valdar voru í beðið eru þó allar vindþolnar og allar seltuþolnar nema birkið sem sett …