Borgarbyggð er með í vörslu sinni svartrauðbröndóttann fresskött. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða verktaka á vegum Borgarbyggðar í síma 892-5044.
Frá hestum til hestafla – fyrirlestur í Snorrastofu
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri flytur fyrirlesturinn Frá hestum til hestafla – jarðræktarsögur úr Borgarfirði, í Snorrastofu í kvöld, þriðjudaginn 8. október kl. 20.30. Fyrirlesturinn er samvinnuverkefni Snorrastofu og Landbúnaðarsafns Íslands en Bjarni er forstöðumaður þess. Í fyrirlestrinum verður sagt frá túnasléttun í upphafi umbótaaldar, þegar farið var að nýta dráttarafl hestanna með verkfærum á grundvelli erlendrar verkþekkingar. Áhersla verður einkum …
Straumlaust í hluta Borgarfjarðar í nótt
Straumleysitilkynning frá RARIK Vesturlandi Straumlaust verður í nótt á Kleppjárnsreykjum að Brún í Bæjarsveit, Borgarfirði frá kl. 00.00 til 06.00. Nánari upplýsingar veitir bilanarvakt RARIK í síma 5289390.
Gaman í snjónum
Fyrsta snjónum var vel fagnað á Hvanneyri í dag. Í skólanum var útiíþróttatíminn nýttur til fulls og farið í eltingaleik á línum og snjóstríð. Þá var útbúið skemmtilegt snjóvirki fyrir krakkana að leika sér í. Þriðji og fjórði bekkur stjórnaði leikjum í frímínútum, skotbolta og dimmalimm. Allir kátir og glaðir á Hvanneyri í dag!
Ný tímatafla íþrótta
Ný tímatafla íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi tekur gildi í dag, mánudaginn 7. október. Töfluna má nálgast hér.
Pólskir listamenn í heimsókn
Síðastliðinn þriðjudag fengum við Borgfirðingar góða heimsókn, en þeir félagar í Kraków-tríóinu komu og héldu tónleika í Borgarneskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Tríóið samanstendur af þeim Wieslaw Kwasny fiðluleikara, Julian Tryczynski sellóleikara og Jacek Tosik-Warszawiak píanóleikara. Jacek er okkur Borgfirðingum að góðu kunnur, en hann kenndi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um 10 ára skeið. Jacek var einnig með píanó-masterklassa í Tónlistarskóla …
Straumlaust í hluta Borgarness
Straumleysistilkynning frá Rarik á Vesturlandi Straumlaust verður í hluta Borgarness í nótt, frá miðnætti og til klukkan 05. Það leiðréttist hér með að ekki verður straumlaust í öllu Borgarnesi eins og sagt var hér frá í morgun. „Staumleysi varðar einungis notendur í Brákarey sem tengjast spennistöð 58 og þá notendur sem tengjast spennistöð 57 við Brákarbraut 3 (gamla Kaupfélagið). …
Matráður í Klettaborg
Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Klettaborg sem er þriggja deilda leikskóli að Borgarbraut 101, Borgarnesi. Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf og þar starfa 20 starfsmenn, rúmlega helmingur faglærðir leikskólakennarar og leiðbeinendur eru með mikla reynslu.Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt skólastarf og er leikskólinn m.a. tilraunaleikskóli fyrir verkefnið: Heilsueflandi leikskóli sem er …
Veðurklúbburinn spáir góðri tíð
Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík hefur sent frá sér spá fyrir október. Í tilkynningu frá klúbbnum sem birt er á Vikudegi segir: „Gert er ráð fyrir að mánuðrinn verði frekar hlýr þó komið geti ein og ein rumba í mánuðinum. Ástæða fyrir þessari spá er m.a. að októbertungl kviknar 5. þessa mánaðar kl. 00:35 í há norðri. Liðna mánuði …
Öld liðin frá stofnun Sparisjóðs Mýrasýslu
Sparisjóður Mýrasýslu tók til starfa þann 1. október 1913. Höfuðstöðvar hans voru alltaf í Borgarnesi, fyrst í húsi Kaupfélags Borgfirðinga við Skúlagötu sem nefnt var Salka. Er Kaupfélagið flutti starfsemi sína í verslunarhúsin í Englendingavík árið 1916 fylgdi sjóðurinn með og var þar fram til ársins 1920 að nýtt hús var byggt við Skúlagötu 14 (kallað Gamli sparisjóðurinn). Þar var …