
Á sama fundi var samþykkt langtímaáætlun fyrir árin 2015-2017. Jafnvægi verður í rekstri sveitarfélagsins samkvæmt langtímaáætlun og óverulegar breytingar verða á skuldastöðu þrátt fyrir að Borgarbyggð muni verja 400 milljónum til að endurbæta og byggja við húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi.
Helstu kennitölur í áætlun ársins 2014 eru;
· Heildartekjur sveitarsjóðs Borgarbyggðar og B-hluta fyrirtækja verða 2.967 milljónir króna á árinu 2014 en rekstrarútgjöld án fjármagnsliða verða 2.716 milljónir kr. Framlegð sveitarfélagsins er því um 13%. Fjármagnsgjöld er áætluð 242 milljónir kr.
· Samantekin rekstrarniðurstaða Borgarbyggðar á árinu 2013 er því jákvæð um 9 milljónir kr.
· Veltufé frá rekstri er 221 milljónir kr. eða 7,4% af rekstrartekjum á árinu 2013.
· Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 4.559 milljónir kr. Afborganir langtímalána nema 225 milljónum og skuldir lækka um 63 milljónir á milli ára. Eigið fé sveitarfélagsins verður 1.532 milljónir kr. eða 25%.
· Fjárfestingar verða 150 milljónir kr. á árinu. Þær verða fjármagnaðar með handbæru fé og langtímaláni að upphæð 70 milljónir kr. Eignir sveitarfélagsins verða í árslok 2014 að andvirði 6.094 milljónir kr.
· Skuldaviðmið Borgarbyggðar verður samkvæmt áætlun 128% í árslok 2014. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga skuldir sveitarfélaga að vera undir 150% í hlutfalli af tekjum.
Nánari upplýsingar veitir Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri í síma 433-7100.