Andabær verður heilsuleikskóli

desember 10, 2013
Leikskólinn Andabær á Hvanneyri verður formlega að heilsuleikskóla á morgun, miðvikudaginn 11. desember. Af því tilefni verður vígsluhátíð í leikskólanum sama dag og hefst hún kl. 14.30. Skólinn hefur verið leikskóli á heilsubraut síðustu þrjú ár. Markmið með heilsustefnunni er að auka gleði og vellíðan jafnt barna og starfsfólks leikskólans með áherslu á hreyfingu, holla næringu og listsköpun.
Börn og starfsfólk Andabæjar bjóða fólk velkomið í heimsókn á morgun, þiggja léttar og heilsusamlegar veitingar og gleðjast með þeim í tilefni dagsins.
 
 

Share: