Rafmagnslaust í Hálsasveit í dag

    Rafmagnslaust verður frá kl. 13.00 – 16.00 í dag, frá Hýrumel að Húsafelli í Hálsasveit og Kalmanstungu í Hvítársíðu. Bilanir urðu um helgina en gert var við til bráðabirgða á laugardaginn.    

Útihúsin rifin

  Samið hefur verið við HSS verktak ehf. um niðurrif á gömlum útihúsum við Gunnlaugsgötu 21B í Borgarnesi. Verðkönnun var gerð og átti HSS verktak ehf. lægsta boð, kr. 750.000. Kostnaðaráætlun var kr. 1.200.000. Verkinu á að vera lokið 1. febrúar 2014.  

Hlíðartúnshúsin í Borgarnesi

Í sumar var unnið að við uppbyggingu Hlíðartúnshúsanna, við Borgarbraut í Borgarnesi. Verkefnið hefur á undanförnum árum, síðan árið 2009, hlotið styrk frá húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands. Sumarið 2012 var lokið við endurnýjun kartöflukofans og sumarið 2013 var unnið við jarðvinnu og hlaðnar undirstöður fyrir hlöðuna. Verktakar í verkinu voru HSS-Verktak jarðvinnuverktaki og Unnsteinn Elíasson hleðslumaður frá Ferjubakka auk annarra. Sjálfa …

Samið við HSS verktak ehf.

Byggðarráð Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 2. janúar síðastliðinn að fela Umhverfis- og skipulagssviði að ganga til samninga við HSS verktak ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir í Borgarnesi. Í desember var gerð verðkönnun meðal nokkurra verktaka og voru tilboð þeirra opnuð þann 27. desember að viðstöddum þeim verktökum sem það kusu. Sjö tilboð bárust, það hæsta hljóðaði upp á …

Íþróttamaður Borgarfjarðar – tilnefningar óskast

                    Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir tilnefningum frá almenningi til íþróttamanns Borgarfjarðar 2013. Tilnefningum má skila á netfangið umsb@umsb.is eða senda á skrifstofu UMSB að Borgarbraut 61, 310 Borgarnesi í síðasta lagi mánudaginn 13. janúar 2014. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn íþróttamanns sem er tilnefndur og íþróttagrein sem hann er …

Góð aðsókn í Safnahús Borgarfjarðar

Áhugasamir gestir í SafnahúsiMjög góð aðsókn var á sýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar á síðasta ári. Gestir sem skoðuðu sýningar Safnahúss á árinu 2013 voru tæplega 60 prósent fleiri en árið áður og er það afar ánægjuleg þróun. Heimsóknum á skjalasafn fjölgaði einnig nokkuð en aðsókn að bókasafninu var lítið eitt minni en árið 2012.   Alls komu um 11 þúsund …

Fjölmennur fundur um þjóðlendukröfur

Í gær, mánudaginn 6. janúar 2014 var haldinn í ráðhúsi Borgarbyggðar, fjölmennur fundur landeigenda í Borgarbyggð. Fjallað var um kröfur ríkisins um þjóðlendur í Borgarbyggð. Á fundinum var farið yfir kröfur ríkisins og með hvað hætti landeigendur munu taka til varna gagnvart þessum kröfum. Sveitarfélagið og heimamenn hafa frest til 20. mars til að skýra eignarrétt sinn á þeim svæðum …

Fjölmenn þrettándagleði

Fjölmenni var á þrettándagleði í Englendingavík á sunnudaginn þar sem íbúar Borgarbyggðar skemmtu sér saman, hlýddu á tónlistaratriði og gæddu sér á smákökum og rjúkandi kakói. Hápunktur samkomunnar var glæsileg flugeldasýning í boði Borgarbyggðar og björgunarsveitanna Brákar og Heiðars. Myndina tók Kristín Jónsdóttir.