Gaman á árshátíð á Hvanneyri

apríl 1, 2014
Árshátíð Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar var haldin í Halldórsfjósi á Hvanneyri síðastliðinn fimmtudag. Nemendur sýndu stórskemmtilegan leik í atriðum sínum en 1.-2. bekkur flutti skemmtilegt bangsaleikrit sem þau unnu í tengslum við þema undanfarinna vikna í skólanum. Eldri krakkarnir sýndu leikritið Flóttafólkið en það fjallar eins og nafnið gefur til kynna um flóttafólk sem þarf að flytja til ókunnugs lands. Þau hafa unnið með efnið í leiklistartímum í vetur. Eftir sýningu var boðið upp á veitingar í skólanum og sýningu á vinnu nemenda.
 

Share: