Árshátíðir Grunnskólans í Borgarnesi og 1.- 7. bekkja Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar verða haldnar á morgun, fimmtudaginn 10. apríl.
Grunnskólinn í Borgarnesi verður með sína árshátíð í Hjálmakletti. Þema ársins er sköpun og verður túlkað á margbreytilegan hátt af nemendum skólans. Sýningar eru tvær og hefjast kl. 16.30 og 18.30. Aðgangseyrir rennur í ferðasjóð nemenda.
1.-7. bekkir á Kleppjárnsreykjum verða með sína árshátíð í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit kl. 20.00. Atriði verða fjölbreytt og sýnishorn má sjá á heimasíðu skólans www.gbf.is Að lokinni sýningu verður 10. bekkur með kaffisölu og rennur allur ágóði í útskriftarsjóð.