Frá skáknefnd UMSB: Sunnudaginn 26. janúar næstkomandi mun skáknefnd UMSB halda uppá skákdaginn með fjöltefli við Helga Ólafsson stórmeistara. Teflt verður í Hyrnutorgi og hefst taflmennskan kl. 14.00. Við hvetjum alla til að mæta og taka eina skák við Helga, það er engin skráning og kostar ekkert. Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn árið 2012 en hann er haldinn …
Deiliskipulag fyrir Deildartungu II
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti 12. janúar 2014 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Deildartungu II, verslunar- og þjónustusvæði skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem tillagan tekur til er 3,5 ha og afmarkast í samræmi við skipulagsuppdrætti dagsetta 9. janúar 2014. Í breytingunni felst skilgreining á tveimur …
„Allt í plati“ í Þinghamri
Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna frumsýnir á föstudag, kl. 20.30, barna- og fjölskylduleikritið „Allt í plati“ eftir Þröst Guðbjartsson. Þröstur, sem jafnframt er leikstjóri, skrifaði leikritið fyrir leikdeild Umf. Skallagríms árið 1990 og var það sýnt í gamla samkomuhúsinu í Borgarnesi við miklar vinsældir. Síðan hefur leikritið verið tekið til sýninga víðsvegar um landið hjá hinum ýmsu leikfélögum, skólum og leikdeildum. Sýnt …
Leikskólinn Andabær – matráður – 2014
Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Andabæ, Hvanneyri. Leikskólinn Andabær er heilsuleikskóli og þarf matráður að starfa í anda heilsustefnunnar. Helstu verkefni og ábyrgð: Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra. Auk þess sér matráður um þvotta. Hæfniskröfur: Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á …
Yfirlit yfir árangur íbúa í flokkun úrgangs fyrir allt árið 2013
Sett hefur verið á heimasíðuna skjal sem sýnir magn og hlutfall sorpflokkunar hjá íbúum Borgarbyggðar fyrir allt árið 2013. Sjá hér. Til samanburðar má einnig skoða hér yfirlit fyrir undanfarin tvö ár.
Frjálsíþróttaæfingar hefjast að nýju
Frjálsíþróttaæfingar hjá Frjálsíþróttafélagi Borgarfjarðar eru að hefjast aftur og verður fyrsta æfing ársins fimmtudaginn 16. janúar í Borgarnesi. Æfingar fara fram í íþróttamiðstöðinni og þjálfari er Margrét Birna Valdimarsdóttir. Allir eru velkomnir að koma og prófa að vera með á æfingu. Sjá auglýsingu og æfingatíma hér.
Álagningarreglur fasteignagjalda 2014
Álagningarreglur fasteignagjalda hjá Borgarbyggð fyrir árið 2014 eru komnar á netið. Smellið hér til að sjá álagningarreglurnar. Álagningarseðlar verða fljótlega sendir út til greiðenda 67 ára og eldri en fyrsti gjalddagi fasteignagjalda er 21. janúar næstkomandi.
Hlaupabrautirnar hitaðar
Hita hefur nú verið komið á hlaupabrautina á íþróttavellinum í Borgarnesi. Árið 2009 var ákveðið að slökkva á hitanum í sparnaðarskyni og hafa íþróttavöllur og hlaupabraut verið óupphituð síðan. Stór hluti íþróttavallarins(grasvallarins) er með hitalögnum og tvær af sex hlaupabrautum einnig en hringurinn er um 400m að ummáli. Til fróðleiks má geta þess að hitaslaufan í hlaupabrautunum er samtals 5.000m …
Rúlluplastsöfnun 2014
Boðið verður upp á söfnun rúlluplasts frá lögbýlum í Borgarbyggð þrisvar á árinu 2014. Sjá hér auglýsingu.
Sorphirðudagatal 2014
Sorphirðudagatal fyrir árið 2014 mun berast íbúum Borgarbyggðar með næsta tölublaði af frétta og auglýsingablaðinu Íbúanum.