Berjumst gegn kynbundnu ofbeldi

Zontaklúbbur Borgarfjarðar boðar til hádegisfundar, laugardaginn 8. mars, á veitingastaðnum Gamla Kaupfélaginu á Akranesi, frá kl. 12.00-14.00. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi flytur ávarp. Anna Lára Steindal verkefnastjóri í mannréttindamálum og Rosmary Atieno frá Kenía ræða um hvernig hjálparsamtökin Tears Children í Got Agulu vinna að því að bæta aðstæður fólks í einum fátækasta hluta Kenía. Amal Tamimi, framkvæmdastjóri Jafnréttishúss …

Lokað vegna framkvæmda við íþróttamiðstöð

  Vegna framkvæmda við íþróttamiðstöðina í Borgarnesi verða útisvæðið og sundlaugin lokuð frá og með mánudeginum 3. mars til fimmtudagsins 6. mars 2014 Sundlaugin opnar aftur föstudaginn 7. mars.    

Laust starf á skrifstofu Borgarbyggðar

Laust er til umsóknar starf afgreiðslufulltrúa á skrifstofu Borgarbyggðar. Helstu verkefni afgreiðslufulltrúa eru: · Símsvörun og mótttaka þeirra sem koma í ráðhúsið, gefa upplýsingar og leiðbeina varðandi starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins · Umsjón með pósti og móttaka á greiðslum sem berast á skrifstofuna. · Sala á vörum sem seldar eru í afgreiðslu · Umsjón með ritfanga og pappírslager · Aðstoð …

Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga

Aðalfundur Framfarafélags Borgfirðinga verður haldinn í Logalandi í Reykholtsdal sunnudaginn 2. mars kl. 13.00. Hefðbundin aðalfundarstörf, stjórnarkosning og lagabreytingar eru á dagskrá. Auk þess mun Bryndís Geirsdóttir í Árdal flytja erindi um sérstaka rabarbarahátíð og fleira sem tengist nýjungum á sviði matvæla.  

Afreksmannasjóður UMSB – 2014-02-25

  Opið er fyrir umsóknir í afreksmannasjóð Ungmennasambands Borgarfjarðar. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. mars á netfangið umsb@umsb.is eða á skrifstofu Ungmennasambandsins við Borgarbraut 61. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Pálma framkvæmdastjóra UMSB, netfang: umsb@umsb.is  

Kleinufundur slökkviliðs Borgarbyggðar

Kleinufundur Slökkviliðs Borgarbyggðar var haldinn í liðinni viku. Skýrsla Slökkviliðsins fyrir árið 2013 var kynnt á fundinum. Þar kom m.a. fram að útköll á árinu voru 29 talsins, haldnar voru 22 æfingar og ein hópslysaæfing. Þá sinnir liðið ýmsum fræðslu og forvarnarverkefnum. Farið var með verkefnið um Loga og Glóð í alla leikskóla og eldvarnafræðsla var fyrir öll 8 ára …

Ungt fólk og lýðræði 2014

Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 9.-11. apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 60 manns og tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi + starfsmann ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára …

Snorrastofa og SAGA jarðvangur/geopark

Surtshellir_bþ Gilsbakki og Surtshellir. Uppsveitir Borgarfjarðar í alþjóðlegum rannsóknum. Dagskrá á vegum Snorrastofu og Sögu jarðvangs/geopark í hátíðarsal Snorrastofu í Héraðsskólahúsinu í Reykholti, laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00-17.00. Að dagskránni eru kallaðir til sérfræðingar í fornleifum, sögu veflistar, jarðfræði og bókmenntum, sem horft hafa til þessa svæðis í fræðum sínum og rannsakað sérstaklega m.a. Gilsbakka og Surtshelli. Fyrri hluti dagskrárinnar …