Krakkarnir í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa verið dugleg að snyrta til í Borgarnesi og hvetja til umhverfisátaks.Fjórðu bekkingar í skólanum lögðu leið sína að Safnahúsi Borgarfjarðar í gær og hreinsuðu til í kringum húsið og fjöruna fyrir neðan. Þau létu ekkert stoppa sig, teygðu hendur djúpt niður í grjótuppfyllinguna til að sækja plaspoka, sígarettustubba og annað drasl. Afraksturinn ruslatínslunnar má sjá á myndinni af krökkunum og leiðbeinendum þeirra. Starfsfólk Safnahúss gaf hverjum og einum ruslameistara bókamerki Safnahúss sem þakklætisvott fyrir þetta flotta framtak.