Undirritaður hefur verið leigusamningur milli Leikdeildar Ungmennafélagsins Skallagríms, annars vegar, og Borgarbyggðar, Ungmennafélagsins Egils Skallagrímssonar og Ungmennafélagsins Björns Hítdælakappa hinsvegar. Samkvæmt samningnum mun Leikdeild Umf. Skallagríms leigja félagsheimilið Lyngbrekku til tveggja ára og sjá um allan rekstur hússins á þeim tíma. Í kjölfar samningsins sömdu sveitarfélagið og Einar Ole Pedersen um starfslok hans en Einar Ole hefuri verið húsvörður í …
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2014
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2014 er komin á vefinn. Skýrsluna má nálgast hér.
Fyrirlestri í Hjálmakletti frestað vegna veðurs
Fyrirlestur Heimilis og skóla um samstarf foreldra og samstarf heimila og skóla, sem vera átti í Hjálmakletti í kvöld fellur niður vegna veðurs.
Heimferð fyrr og árshátíð frestað
Vegna veðurs fara nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og Varmalandifyrr heim í dag, 25. febrúar. Brottför frá skóla er kl. 12.15. Kennt verður á Hvanneyri skv. stundaskrá en foreldrar ákveða hvort þeir sækja börnin eða ekki. Árshátíð unglingadeildar á Kleppjárnsreykjum sem vera átti í Logalandi í kvöld er einnig frestað vegna veðursins.
Söngleikjatónleikum frestað vegna veðurs
Söngleikjatónleikum nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar sem vera áttu í Landnámssetrinu í kvöld er frestað vegna veðurs til næsta miðvikudags 4. mars kl. 20:00.
Ást gegn hatri
SelmaFimmtudaginn 26. febrúar munu feðginin Selma og Hermann koma í Borgarnes með erindi sitt sem þau kalla Ást gegn hatri. Selma mun hitta nemendur í 5. – 7. bekk kl. 11.00 og 8. – 10. bekk kl. 12.30 í Óðali og ræða við þá um reynslu sína, en hún varð fyrir einelti í skóla. Hermann verður með fræðslu fyrir foreldra …
Samstarf foreldra – samstarf heimila og skóla
Miðvikudaginn 25. febrúar verður fulltrúi frá Heimiili og skóla með fræðslu um samstarf foreldra og samstarf heimila og skóla. Erindið verður kl. 19.30. í Hjálmakletti. Erindið er mikilvægt fyrir alla foreldra grunnskólabarna í Borgarbyggð. Hér gefst gott tækifæri til að fræðast um hvernig við getum bætt samskipti og haldið áfram að vinna vel saman. Allir foreldrar og áhugafólk um skólamál …
Vatnsveitur á lögbýlum
Veittir eru styrkir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum í dreifbýli samkvæmt reglugerð nr. 973/2000 með síðari breytingum. Rafrænar umsóknir um styrki er hægt að fylla út á Bændatorginu (www.bondi.is) og umsóknarfrestur er til 15. mars 2015. Með umsókn skal fylgja staðfest kostnaðar- og framkvæmdaáætlun. Rafrænt umsóknarform verður opnað þriðjudaginn 24. febrúar nk. Reglugerð er að …
Söngleikjatónlist í Landnámssetrinu
Söngnemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar halda tónleika í Landnámssetrinu miðvikudaginn 25. mars næstkomandi og hefjast þeir kl. 20:00. Undanfarnar vikur hefur Alexandra Chernyshova söngkennari verið að æfa söngleikjalög með nemendunum og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Jónína Erna Arnardóttir leikur með á píanó. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Landnámssetrið mun vera með góðan kvöldverð fyrir …