17. júní hátíðardagskrá í Borgarbyggð

júní 11, 2015
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað með fjöri og fjölskylduskemmtun víða í sveitarfélaginu.
 
Umf. Íslendingur stendur fyrir hátíðahöldum á Hvanneyri sem hefjast kl. 11,00.
Umf. Reykdæla stendur fyrir hátíðahöldum í Reykholti og Logalandi sem hefjast kl. 11,00.
Umf. Dagrenning sér um hátíðardagskrá í Brautartungu og víðar sem hefst kl. 14,00.
UMSB-hlaupið hefst á Skallagrímsvelli kl. 10,00.
Guðsþjónusta í Borgarneskirkju hefst kl. 11,00.
Skrúðganga verður frá Borgarneskirkju í Skallagrímsgarð kl. 12,00.
Hátíðardagskrá hefst í Skallagrímsgarði kl. 12,30
Ef veður verður vont verður dagskráin flutt úr Skallagrímsgarði í Hjálmaklett.
Sýningarnar Ævintýri fuglanna, Börn í 100 ár og Gleym þeim ei verður opin í Safnahúsi Borgarfjarðar frá kl. 13,00 – 17,00.
Knattspyrnuleikur á Skallagrímsvelli á milli Skallagríms og Snæfells hefst kl. 15,00
 
Sjá nánari dagskrá hér.
 
 

Share: