Föstudaginn 26. júní 2015 var grenndarstöðinni við veginn að Valbjarnarvöllum lokað. Lokun þessi er í samræmi við breytingar sem unnið hefur verið að, á fyrirkomulagi sorphirðu í dreifbýli. Í því felst að heimili í dreifbýli eru komin með sorptunnu fyrir heimilisúrgang og grænu tunnuna. Stærri gámastöðvum í dreifbýli verður fækkað smátt og smátt og stefnt að því að þær verði …
Útisundlauginni lokað á sunnudaginn
Vegna viðgerða á dúk útisundlaugarinnar í Borgarnesi verður hún lokuð frá og með sunnudeginum 28. júní, um óákveðinn tíma.Innilaugin verður opin eins og verið hefur og pottarnir í fullum gangi.
Öryggismál í Borgarbyggð
Víða í Borgarbyggð eru staðir sem geta verið varasamir börnum að leik, til dæmis vegna hættu á hruni úr klettum. Hægt er að senda ábendingar um slíka staði á netfang Borgarbyggðar: borgarbyggd@borgarbyggd.is.
Vígsla gönguleiðarinnar Borg – Einkunnir
(hægt er að smella á myndina til fá stærri útgáfu.)
Stærðfræðikennari – Grunnskóli Borgarfjarðar
Við Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar vantar stærðfræðikennara til starfa næsta skólaár. Viðkomandi þarf einnig að geta tekið umsjón á miðstigi. Reynsla af teymiskennslu væri kostur. Mikilvægt er að umsækjandi hafi gaman að því að starfa með börnum og ungmennum og sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/ Laun samkvæmt kjarasamningi LS og viðkomandi stéttafélags. Umsóknum skal …
Kvenréttindadagurinn í Klettaborg
Í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt mættu kennarar í Klettaborg í gömlum og nýjum „kvennahlaupsbolum“ til starfa í dag.
Samningur um þjónustumiðstöð UMSB
Þriðjudaginn 16.júní var undirritaður samningur Borgarbyggðar og Ungmennasambands Borgarfjarðar um húsnæði þjónustumiðstöðvar UMSB. Samningurinn kveður á um að Borgarbyggð leggi UMSB til húsnæði við Skallagrímsgötu 7a undir þjónustumiðstöð íþrótta, tómstunda og æskulýðsmála. Í þjónustumiðstöðinni verða skrifstofur UMSB ásamt því sem Þar verður fundar- og félagsaðstaða allra aðildarfélaga sambandsins. Þjónustumiðstöðin er vel staðsett á íþróttasvæðinu í Borgarnesi og er frábær viðbót …
Laust starf á umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa á umhverfis-og skipulagssviði. Starfshlutfall er100% og brýnt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni eru umsjón með umhverfis-og landbúnaðarmálum, svo sem sorpmálum, snjómokstri, fjallskilamálum, refa- og minkaeyðingu, opnum svæðum og öðrum tilfallandi verkefnum. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi • Þekking á staðháttum í Borgarbyggð …
Íþróttamiðstöð lokuð fyrir hádegi á fimmtudag
Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi verður lokuð fyrir hádegi fimmtudaginn 18. júní næstkomandi. Þá verða sturtur lagfærðar í húsinu. Áætlað er að viðgerð verði lokið kl. 12.00 og íþróttamiðstöðin þá opnuð aftur.
Brúin til framtíðar í fjármálum
Á fundi sveitarstjónrar Borgarbyggðar 11. júní var lögð fram skýrsla Ráðgjafarsviðs KPMG, Brúin til framtíðar í fjármálum, sem er um markmiðssetningu til framtíðar í fjármálum Borgarbyggðar. Hér er skýrslan í heild.