Fjallskilaseðlar fyrir vel flesta fjallskilasjóði eru nú aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins. Upplýsingar um fjallskil í hverjum fjallskilasjóði er bætt við um leið og þær berast. Sjá nánar hér Auk þess eru fjallskilaseðlar sendir í hefðbundnum bréfpósti, venju samkvæmt. Þá er ný fjallskilasamþykkt aðgengileg heimasíðunni.
Viðtalstímar sveitarstjórnar haustið 2015
Viðtalstímar sveitarstjórnar verða alls fjórir fram að áramótum eða sem hér segir: Miðvikudagur 9. september í ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarnesi kl. 16:00-18:00. Miðvikudagur 7. október í Lindartungu kl. 20:00-22:00. Miðvikudagur 11. nóvember í Brún kl. 20:00-22:00. Miðvikudagur 9. desember í Þinghamri kl. 20:00-22:00. Íbúar eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi. Sveitarstjórn.
Undirritun „þjóðarsáttmála um læsi“
Hátíðleg athöfn fór fram í Safnahúsi Borgarfjarðar miðvikudaginn 26. ágúst þegar undirritaður var hinn svokallaði ,,þjóðarsáttmáli um læsi“. Um er að ræða átaksverkefni gert í því augnamiði að bæta læsi íslenskra ungmenna í samræmi við markmið sem sett eru fram í Hvítbók um umbætur í menntun. Með sáttmálanum skuldbindur ríkið og sveitarfélagið sig til þess að vinna ötullega að því …
Safnahús Borgarfjarðar á Hvalfjarðardögum
Hvalfjarðardagar verða haldnir helgina 28. – 30. ágúst n.k., sjá dagskrá hér: https://www.facebook.com/events/885315898223185/ Þar verða m.a. flutt tvö stutt erindi á vegum Safnahúss; á Hlöðum, kl. 17.00 á föstudeginum, bæði tengd sýningunni Gleym þeim ei, sem sett var upp í Safnahúsi í vor og fjallar um íslenskar konur. …
Auglýst eftir tilnefningum frá íbúum Borgarbyggðar
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. Besti frágangur lóðar við atvinnuhúsnæði3. Snyrtilegasta bændabýlið4. Sérstök viðurkenning umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar hefur ákveðið að veittar verði umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð í eftirfarandi fjórum flokkum:1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. Besti …
Kettlingur í óskilum
Þessi kettlingur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann fannst í Borgarfirðinum og er hvorki merktur eða örmerktur. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 437-7100 eða í gæludýraeftirlitsmann í síma 892-5044.
Leiðbeinandi óskast
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 50% starf leiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal. Möguleiki er á hærra starfshlutfalli með vinnu í íþrótta- og tómstundaskólanum. Helstu verkefni: Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur klúbbastarfs, tómstundastarfs og viðburða. Samráð, samvinna og samskipti við unglinga, starfsfólk skóla, foreldra og tómstundastjóra. Hæfniskröfur: Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Frumkvæði, …
Nýr starfsmaður í félagsþjónustu Borgarbyggðar
Freyja Þöll Smáradóttir hefur verið ráðin í 60% starf í félagsþjónustu Borgarbyggðar. Freyja lauk meistaragráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands sl. vor. Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur, mun starfa áfram fyrir sveitarfélagið einn dag í viku.
Félagsstarf eldri borgara og öryrkja Borgarbraut 65a
Félagsstarfið hefst 1. september. Dagskráin með hefðbundnu sniði; gler á mánudögum, ýmis handavinna og handverk á þriðjudögum og miðvikudögum og spilamennska á fimmtudögum. Leiðbeinendur þeir sömu og í fyrra; Elfa í glerinu og Karólína í handavinnu / handverki. Munið matinn í hádeginu – panta þarf daginn áður hjá Elínu ( s: 8401525) Áfram verða léttar yogaæfingar í …
Skólasetning
Nú styttist senn í að sumarleyfum ljúki og að skólarnir fyllist af kátum krökkum og kennurum. Skólasetning verður í báðum grunnskólum sveitarfélagsins mánudaginn 24. ágúst, sbr. neðangreinda dagskrá: Í Grunnskóla Borgarfjarðar: Varmaland kl. 10:00. Kleppjárnsreykir kl. 12:00. Hvanneyri kl. 14:00. Í Grunnskólanum í Borgarnesi verður skólinn settur formlega í Borgarneskirkju: 1.-3. bekkur kl. 10:00. 4.-6. bekkur kl. 10:40. 7.-10. bekkur …