Staða skólastjóra við Andabæ, Hvanneyri er laus til umsóknar. Andabær er skóli fyrir 74 börn sem byggir starf sitt á útinámi og náttúru- og umhverfismennt. Leitað er að skólastjóra til að leiða uppbyggingu skólastarfsins í samvinnu við starfsfólk, foreldra og börn. Skólastjóri tekur einnig virkan þátt í að móta skólasamfélag Borgarbyggðar með uppbyggilegum og framsýnum hætti í samvinnu við fjölskyldusvið …
Borgarbyggð auglýsir eftir sálfræðingi, talmeinafræðingi og dagforeldrum
Sálfræðingur – Starfshlutfall er 50 – 100%. Verkefni og ábyrgðarsvið Forvarnarstarf til að stuðla að velferð barna og ungmenna Snemmtækt mat á stöðu nemenda, greining og ráðgjöf Ráðgjöf til foreldra og barna Stuðningur við starfsemi og starfshætti í skólum með ráðgjöf og fræðslu Greining og meðferð vegna barnaverndarmála Önnur teymisvinna á fjölskyldusviði Hæfniskröfur Löggildur sálfræðingur Hæfni í mannlegum samskiptum …
Stuðningsfjölskyldur – stuðningur við börn
Við leitum að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda. Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum einnig að fólki sem er tilbúið til að vera stuðningur við börn / unglinga 3-4 tíma á viku – …
Blandaðu flandrið
Evrópska samgönguvikan 16. -22. september er átak um bættar samgöngur. Yfirskrift vikunnar að þessu sinni er Veljum. Blöndum. Njótum. Markmið með átakinu er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota fjölbreyttari ferðamáta í sínu daglega lífi, s.s. að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í bland …
Skýrsla sveitarstjóra 10. september
Kolfinna Jóhannesdóttir flutti skýrslu sveitarstjóra á fundi sveitarstjórnar 10. september. Í máli sínu fór hún yfir nokkur þau verkefni sem unnið hefur verið að að undanförnu. Fundargerð sveitarstjórnar er hægt að nálgast á vef Borgarbyggðar. Skýrsluna má nálgast hér.
Köttur í óskilum – 2015-09-10
Þessi köttur er í vörslu hjá gæludýraeftirliti Borgarbyggðar. Hann var handsamaður á Hvanneyri. Þeir sem telja sig þekkja til kattarins á myndinni eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umhverfisfulltrúa Borgarbyggðar í síma 437-7100 eða í gæludýraeftirlitsmann í síma 892-5044.
Heimsókn frá Reykjavíkurborg
Föstudaginn 4 september komu í heimsókn til Borgarbyggðar starfsmenn hverfastöðva Umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Fóru þeir í í skoðunarferð um Borgarbyggð þar sem þeir fóru m.a. upp í Reykholtsdal, á Hvanneyri á Búvélasafnið, upp í Einkunnir og í Borgarnes m.a. í áhaldahús Borgarbyggðar sem er staðsett út í Brákarey.
Viðtalstímar skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar
Ákveðið hefur verið að taka upp sérstaka viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Borgarbyggðar og verða þeir sem hér segir: Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:00-12:00. Miðvikudaga kl. 13:00-15:00. Mælst er til þess símtöl og fundir fari fram á þessum tíma nema að höfðu samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Móttaka gagna og teikninga er í afgreiðslu …
Fjárréttir í Borgarbyggð
Nú styttist í fjárréttir í Borgarbyggð. Réttardagar eru sem hér segir: Nesmelsrétt í Hvítársíðu, laugardaginn 5. september.Kaldárbakkarétt í Kolbeinsstaðahreppi, sunnudaginn 6. september.Fljótstungurétt í Hvítársíðu, sunnudaginn 13. september. Brekkurétt í Norðurárdal, sunnudaginn 13. september. Svignaskarðsrétt, mánudaginn 14. september.Þverárrétt í Þverárhlíð, mánudaginn 14. september.Hítardalsrétt í Hítardal, mánudaginn 14. september.Grímsstaðarétt á Mýrum, þriðjudaginn 15. september.Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, miðvikudaginn 16. september.Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, sunnudaginn …
Umhverfisviðurkenningar 2015
Reykholtsstaður hlaut sérstaka viðurkenningu vegna umhverfismála árið 2014.Ákveðið hefur verið að framlengja frest til tilnefninga til umhverfisviðurkenninga Borgarbyggðar 2015. Íbúar eru hvattir til að senda inn tilnefningar og minnt er á að hver og einn getur sent inn margar tilnefningar. Veittar verða viðurkenningar í eftirtöldum flokkum: 1. Besti frágangur lóðar við íbúðarhúsnæði2. …