Minnt er á viðtalstíma sveitarstjórnar Borgarbyggðar í kvöld, 7. október, kl. 20:00-22:00 í Lindartungu. Íbúar eru hvattir til að mæta.
Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2015
Á Sauðamessu sl. laugardag, 3. október voru veittar umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar.Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands lagði mat á innsendar tilnefningar frá íbúum og veitti þeim aðilum viðurkenningar sem þóttu skara fram úr á sviði umhverfismála. Formaður umhverfis-, skipulags- og landbúnaðar veitti viðurkenningarnar. Hér má sjá hverjir hlutu viðurkenningarnar í ár og einnig viðurkenningarhafa fyrri ára.
Samið um ljósleiðara til heimila í Borgarnesi og á Hvanneyri
Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu síðastliðinn föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018. Um 900 heimili í Borgarnesi verða tengd ljósleiðaranum og um 80 á Hvanneyri. Ljósleiðarastrengur GR liggur nú þegar í gegnum sveitarfélagið, að …
STARF Á SKRIFSTOFU UMSB
Ungmennasamband Borgarfjarðar óskar eftir starfsmanni á skrifstofu sambandsins í fjölbreytt og spennandi starf á sviði tómstundamála í Borgarbyggð. Um er að ræða fullt starf. Helstu verkefni eru skipulagning og yfirumsjón með íþrótta- og tómstundaskóla fyrir börn í 1.-4.bekk, sumarstarfi grunnskólabarna og starfsemi félagsmiðstöðva í Borgarbyggð ásamt öðrum verkefnum á sviði tómstunda- og íþróttamála. Menntunar og hæfniskröfur: Menntun á …
Dekkjakurl á sparkvöllum
Sveitarfélagið Borgarbyggð er meðvitað um umræðu um hættu á notkun gúmmíkurli úr notuðum hjólbörðum á íþrótta-og leiksvæðum og tekur hana alvarlega. Sveitarfélagið hefur leitað upplýsinga um málið hjá KSÍ auk þess sem óskað hefur verið eftir áliti sambandsins á notkun gúmmíkurls almennt. Unnið er að málinu innan KSÍ og von er á upplýsingum þaðan síðar í haust. Fylgst verður með …
Viðtalstímar sveitarstjórnar
Minnt er á viðtalstíma sveitarstjórnar Borgarbyggðar en þeir verða sem hér segir fram að áramótum: Miðvikudaginn 7. október kl. 20:00-22:00 í Lindartungu. Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 20:00-22:00 í Brún. Miðvikudaginn 9. desember kl. 20:00-22:00 í Þinghamri. Íbúar eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.
Aðstoðarmatráður í mötuneyti Grunnskóla Borgarfjarðar
Vegna forfalla (fæðingarorlofs) vantar aðstoðarmatráð að Kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Starfshlutfall er 100% og þarf umsækjandi að geta hafið störf um miðjan nóvember. Laun skv. kjarasamningi Kjalar og Samb.ísl sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir skólastjóri í síma 8401520 Umsóknum skal skila á netfangið ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is
Starf við afleysingar
Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið 50-100% starf við afleysingar við afgreiðslu- og innheimtustörf í ráðhúsi Borgarbyggðar. Verkefni og ábyrgðarsvið Móttaka og símsvörun. Almenn skrifstofustörf. Bókhalds- og innheimtustörf Önnur tilfallandi verkefni. Menntunar- og hæfniskröfur Stúdentspróf. Reynsla sem nýtist í starfi. Þekking á Navision. Góð tölvukunnátta. Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum. Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð. Góð íslenskukunnátta í …
Skipulagsauglýsingar í Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulag: Ölvaldsstaðar II – breytt aðalskipulag Sveitarstjórn samþykkti 20. maí 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Í breytingunni felst breyting á landnotkun úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði og er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 5. maí 2015. Tillagan verði auglýst frá 23. september til og með …
Lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar – Jaðar 9, 16, 17 og 24 á Mýrum
Sveitarstjórn samþykkti 13. ágúst 2015 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Breytingin felst í að landnotkun á lóðunum Jaðar 9, 16,17 og 24 verði breytt úr landbúnaði í frístundasvæði. Skipulagið nær yfir um 64,2 ha land: Jaðar 9 (5,5 ha), Jaðar 16 (5,6 ha), Jaðar 17 (40 ha) og Jaðar 24 (13,1 ha). Gert …