Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2016 Flokkstjórar Vinnuskólans Starfssvið: Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 20 ára lágmarksaldur og reynsla af starfi með ungmennum. Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu: · Á Hvanneyri · Á Bifröst · Í Reykholti · Í Borgarnesi …
Menningarstefna Vesturlands
Viltu taka þátt í að móta Menningarstefnu Vesturlands ? Á næstu dögum verða haldnir fundir víða um Vesturland þar sem íbúum er boðið að taka þátt og hafa mótandi áhrif á gerð Menningarstefnu Vesturlands með þátttöku í vinnuhópum á fundunum. Fundur fyrir íbúa í Borgarbyggð og Skorradal verður miðvikudaginn 16. mars kl.17.30 að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Við hvetjum íbúa …
Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa
Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar í lögum um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri. Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 21. mars n.k.Umsóknareyðublað …
Fundur um úrgangsmál
Opinn fundur um úrgangsmál í Hjálmakletti Borgarnesi, 15. mars kl. 20. Dagskrá: Jónía Erna Arnardóttir formaður Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar: Fyrirkomulag sorphirðu í Borgarbyggð Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, Environice ehf.:„Eru 70 ruslatunnur fyrir utan húsið þitt?“ Theódóra Matthíasdóttir, Umhverfisfulltrúi Snæfellsness: „Stykkishólmsleiðin“- reynsla Hólmara í ruslinu Birgir Kristjánsson, Íslenska Gámafélagið:Græna tunnan í Borgarbyggð Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands:Urðunarstaðurinn Fíflholtum …
Breytt gjaldskrá heimaþjónustu
Út er komin breytt gjaldskrá heimaþjónustu. Breytingin felst helst í því að tekjumörk elli – og örorkulífeyrisþega eru hækkuð í samræmi við hækkun elli – og örorkubóta.
Umhverfissjóður íslenskra fjallaleiðsögumanna
Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna veitir styrki á tveggja ára fresti til verndunar náttúru Íslands.Tilteknum hluta styrkjanna er úthlutað verkefni tengdu gönguleiðinni frá Landmannalaugum til Skóga en einnig er hægt að sækja um verkefni á öðrum stöðum á landinu til uppbyggingar, viðhalds og endurbóta mannvirkja, stígagerð og uppgræðslu. Fyrirtæki, einstaklingar, eignarhaldsfélög, félagasamtök, sveitarfélög og opinberar stofnanir geta fengið framlög frá sjóðnum. …
Sveitarstjórnarfundur nr. 138
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 10. mars 2016 og hefst kl. 16,00 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Fundargerð sveitarstjórnar 11.02.’16 (136) 2. Fundargerð sveitarstjórnar 19.02.’16 (137) 3. Fundargerð byggðarráðs25.02.’16 (368) 4. Fundargerð byggðarráðs03.03.’16 (369) 5. Fundargerð umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar 02.03.’16 (30) 6. Fundargerð velferðarnefndar 03.03.’16 (59) 7. Fundargerð fræðslunefndar 08.03.’16 (139)
Umsóknir um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð
Útrunninn er umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra í Borgarbyggð. 26 sóttu um starfið en það eru: Ásgerður Drífa Stefánsdóttir Birgir Finnbogason Einar Örn Thorlacius Finnur Guðmundsson Freyr Einarsson Gunnar Kristinn Þórðarson Gunnar Tr. Halldórsson Gunnlaugur Auðunn Júlíusson Gunnólfur Lárusson Hermann Ottósson Hrannar Björn Arnarsson Inga Birna Ólafsdóttir Jón Pálmi Pálsson Kristbergur Ómar Steinarsson Lárus Páll Pálsson Magnús Jóhannesson María Sæmundsdóttir Ólöf …
Óþarfa offarsi
Fréttatilkynning frá Ungmennafélagi Reykdæla Ungmennafélag Reykæla í Borgarfirði frumsýnir næstkomandi föstudag, 4. mars, leikritið Óþarfa offarsa eftir bandaríska leikarann og leikskáldið Paul Slade Smith. Leikritið er farsi eins og nafnið bendir til og skartar hvorki fleiri né færri en átta hurðum eins og góðum farsa sæmir. Verkið var fyrst frumsýnd árið 2006 í Bandaríkjunum og hefur verið sett upp nær …
Árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeild
Fimmtudaginn 3. mars verður árshátíð Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandsdeildar haldin í Þinghamri. Fjörið hefst kl. 17,00 Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Frítt inn en kaffið kostar. Hvetum alla til að koma konur, karla, ömmur, afa, frænkur og frændur! Verðskrá: Fullorðnir: 1000 kr Börn í grunnskóla: 500 kr Frítt fyrir börn í leikskóla Frítt fyrir þriðja barn.