Lokun skrifstofu 6.10.

Skrifstofa Borgarbyggðar verður lokuð frá kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 6.október.

Borgarbraut 59

Á fundi sínum í morgun, 5.10.2016, samþykkti Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar að staðfesta útgáfu byggingarleyfis fyrir 59 herbergja hótelbyggingu á lóðinni Borgarbraut 59 í samræmi við gildandi deiliskipulag frá 16. maí 2007, en eins og kunnugt er var deiliskipulag frá því í vor fellt úr gildi í síðustu viku. Hægt er að kynna sér teikningar hérna. 161003-1604a-borgarbr59

Skólastefna Borgarbyggðar

  Skólastefna Borgarbyggðar  Kynning 6. október kl. 20.00-22.00 í Hjálmakletti Dagskrá: Kynning á Skólastefnu Borgarbyggðar 2016-2020 Magnús Smári Snorrason, formaður fræðslunefndar Borgarbyggðar Framtíðarskólinn – hvað bíður nemenda? Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Skólaforeldrar – stuðningur foreldra við nám og skólastarf Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar Umræður  

Námskeið um borgfirskar skáldkonur og Próna-bóka-kaffi Snorrastofu

Að venju hefjast viðburðir vetrarins í Snorrastofu og víðar um sveitir fyrir alvöru þegar október færist yfir. Fyrst á dagskránni er námskeið um borgfirskar skáldkonur þriðjudaginn 4. október í Landnámssetrinu Borgarnesi og fyrsta prjóna-bóka-kaffi bókhlöðunnar verður á sínum stað í Reykholti fimmtudaginn 6. október. Báðir viðburðirnir hefjast kl. 20. Helga Kress bókmenntafræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands leiðir námskeið …

Borgarbyggð vinnur mál gegn Íbúðalánasjóði

Þegar Borgarbyggð byggði hjúkrunarálmuna við Brákarhlíð var tekið framkvæmdalán hjá Íbúðalánasjóði vegna framkvæmdanna.  Þegar lánið var greitt upp við lok framkvæmdanna kom upp ágreiningur á milli sveitarfélagsins og sjóðsins um hvenær gjalddagi lánsins væri og krafði Íbúðalánasjóður Borgarbyggð um rúmlega 60 millj kr dráttarvexti.  Sveitarfélagið greiddi dráttarvextina með fyrirvara um réttmæti kröfunnar. Til að fá skorið úr um réttmæti kröfunnar …

Tilsjón á heimili

Við leitum að aðila sem er tilbúinn til að vera stuðningur við barnafjölskyldur inni á heimilinu nokkra klukkutíma á viku. Starfið felst í leiðbeiningum og aðstoð við skipulag heimilishalds og umönnun barna. Æskilegt að  umsækjandi hafi menntun og/eða reynslu af vinnu með börnum og fjölskyldum. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum barnaverndar: Freyju Smáradóttur, Ingu Vildísi Bjarnadóttur og Hjördísi Hjartardóttur. Sími: 4337100. …

Borgarbraut 57 – 59, staða mála

Eins og komið hefur fram í fréttum þá felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála föstudaginn 23. september sl. úr gildi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna að Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar þann 14. apríl sl. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar hefur unnið að því að bregðast við niðurstöðunni á sem markvissastan hátt. Þriðjudaginn  27. september sl. var haldinn …

Rafmagnslaust í Reykholti

Tilkynning Rafmagnslaust verður á morgun föstudaginn 30 sept kl: 09.30 til 11.00 í Reykholti Borgarbyggð vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390

Samningur um hönnun og kostnaðargreiningu á lagningu á ljósleiðara í Borgarbyggð.

Á föstudaginn var gengið frá samningi við Snerru ehf um frumhönnun og kostnaðargreiningu á lagningu ljósleiðara hér í Borgarbyggð. Hér er um að ræða fyrstu skref í átt að ljósleiðaravæðingu alls sveitarfélagsins en vonir stands til þess að verkefnið komist á framkvæmdastig hið fyrsta. Guðmundur Daníelsson eigandi Snerru ehf hefur komið að hönnun kerfa fyrir fjölmörg sveitarfélög og væntir Borgarbyggð …

Köttur í óskilum 2016-09-22

Gulur og hvítur högni er í haldi gæludýraeftirlitsmanns. Hann fannst við Syðstu-Fossa og er ómerktur og ekki með örmerki. Þeir sem þekkja til kattarins eru beðnir að snúa sér til gæludýraeftirlits, sími 892-5044