Sveitarstjórn Borgarbyggðar hélt sinn 150. fund, frá júní 2006 að telja, fimmtudaginn 12. janúar s.l. Fundargerð fundarins má finna hér á heimasíðunni , bæði hljóð og texta. Tveir sveitarstjórnarfulltrúar hafa verið í sveitarstjórn frá upphafi, þeir Björn Bjarki Þorsteinsson og Finnbogi Leifsson. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir V lista sat sinn fyrsta fund í forföllum Ragnars Frank Kristjánssonar.