Heilsueflandi samfélag

janúar 20, 2017
Featured image for “Heilsueflandi samfélag”

Fyrsti fundur stýrihóps um heilsueflandi samfélag var haldinn í Ráðhúsi Borgarbyggðar sl. fimmtudag. Gestir fundarins voru Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og fagstjóri hjá Skólum ehf. og Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Kynntu þær innleiðingarferli Heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.  Einnig svöruðu þær fyrirspurnum og tóku þátt í umræðu. Næstu skref í  vinnu hópsins er að greina stöðu næringar, hreyfingar, líðan og lífsgæði í Borgarbyggð. Liður í þeirri vinnu verður íbúaþing í vor þar sem íbúar verða hvattir til að leggja málefninu lið. Í stýrihóp um Heilsueflandi samfélag sitja fulltrúar skóla, fyrirtækja, eldri borgara, íþróttafélaga, félagsþjónustu og   heilsugæslunnar. Þau eru Geirlaug Jóhannsdóttir, Gunnlaugur A. Júlíusson, Guðjón Guðmundsson, Guðrún S. Hilmisdóttir, Kristín Gísladóttir, Lilja S. Ólafsdóttir, Linda Kristjánsdóttir, Pálmi Blængsson, Theodór Þórðarson, Freyja Þ. Smáradóttir, Guðrún María Harðardóttir,  Jakob Guðmundsson og Anna Magnea Hreinsdóttir.


Share: