Fréttir af skólastarfi í Borgarbyggð

Út er komið tímaritið Skólaþræðir, en það er tímarit Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Samtökin eru umræðu- og samstarfsvettvangur fólks sem hefur áhuga á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Í fyrsta tölublaði tímaritsins má finna annars vegar grein um jólaútvarp Grunnskólans í Borgarnesi, Útvarp Óðal fm 101,3 eftir Kristínu M. Valgarðsdóttir deildarstjóra. Hins vegar má þar finna grein eftir Helgu J. Svavarsdóttir deildarstjóra Hvanneyrardeildar …

Gámastöðin Sólbakka

Vakin er athygli á að gámastöðin við Sólbakka í Borgarnesi verður lokuð um jól og áramót sem hér segir: 24.-26. Des: lokað 27.-30. Des: hefðbundinn afgreiðslutími 31.-1. Jan: lokað Frá og með 2. Jan: hefðbundinn afgreiðslutími

149. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

FUNDARBOÐ   fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 22. desember 2016 og hefst kl. 10:00 Dagskrá: Fundargerð 1.   1612010F – Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 43 1.1 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 1.2 1609112 – Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007 …

Aukafrídagur um jólin

Eins og allir vita þá er jólum og áramótum þannig skipað í dagatalinu þetta árið að frídagar umfram venjulega helgi eru mjög fáir. Af þeim sökum var tekin um það ákvörðun hjá Borgarbyggð að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins einn aukafrídag yfir hátíðarnar. Þeir starfsmenn sem hafa unnið af sér jólafríið geta tekið frídaginn út síðar í samráði við stjórnendur sinna stofnana. …

Kynningarfundur v. Borgarbraut 55 – 59

Hér má finna gögn vegna kynninga á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagsbreytingu vegna miðsvæðis Borgarness (Borgarbraut 55 – 59) sem lögð voru fram og kynnt á kynningarfundi í Hjálmakletti 20. des s.l. Breyting Aðalskipulag Miðsvæði kynningarfundur 20-12-16 Breyting á deiliskipulagi Borgarbraut 55-59 kynningarfundur 20-12-2016

LEIKSKÓLAKENNARA VANTAR Á LEIKSKÓLANN HNOÐRABÓL Í REYKHOLTSDAL

Leikskólinn Hnoðraból óskar eftir áhugasömum leikskólakennurum til starfa. Leikskólakennara í 100% starf frá og með mars 2017 Deildarstjóra í  100% afleysingastarf vegna fæðingarorlofs í 12 mánuði,  viðkomandi þarf að geta hafið störf í mars 2017. Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli, þar eru að jafnaði 21 börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára og 7 starfsmenn. Menntunar- og hæfniskröfur: …

Gjaldskrá sundlauga 2017

Í tengslum við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 voru samþykktar breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva sveitarfélagsins. Þær eru helstar sem hér segir: Verð á stökum miðum fullorðinna í sundlaugar sveitarfélagsins verður 900 kr. í stað 600 kr. áður. Það er gert til að mæta sívaxandi fjölda ferðafólks í sundlaugarnar. Þessi breyting er í samræmi við það sem víða …

Húsnæðisbætur

Ný lög um húsnæðisbætur taka gildi um áramót. Helsta breytingin felst í því að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkar eftir því sem fleiri eru í heimili óháð aldri. Þá getur foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki í 30 daga á ári skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þó barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur …

Fréttatilkynning frá Strætó – Gjaldskrárhækkun

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn …