Viðbygging og endurbætur á Grunnskólanum í Borgarnesi Kynningarfundur 20. mars kl.20.00 í Hjálmakletti Boðað er til opins íbúafundar með hönnuði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi. Einnig verða endurbætur á núverandi húsnæði kynntar. Undirbúningur er hafinn að byggingu mötuneytis og salar í viðbyggingu við skólann. Einnig verður ráðist í verulegar endurbætur á núverandi húsnæði á næstu árum. Orri Árnason arkitekt við …
Sumarstarfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar 2017
Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfstími er á tímabilinu frá 15. maí 2017 – 15. september 2017. Helstu verkefni: Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium. Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. Lágmarksaldur 18 ára. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga …
Sorphirðudagatal dreifbýli – ný útgáfa
Sorphirðudagatal fyrir sorphirðu í dreifbýli hefur verið uppfært þar sem söfnunardagar fyrir græna tunnu voru rangt skráðir. Engar breytingar verða á sorphirðudögum á almennu sorpi en hirðing á endurvinnsluúrgangi hnikast til. Rétt dagatal er að finna hér Borgarbyggð-Dagatal 2017 – dreifbýli. Er það einnig að finna undir borgarbyggd.is – þjónusta – umhverfi og skipulag – þjónusta.
Grunnskólinn í Borgarnesi – nýtt deiliskipulag
Ath: Deiliskipulagstillagan verður kynnt á kynningarfuundinum um viðbyggingu grunnskólans þann 20. mars í Hjálmakletti kl. 20. Sveitarstjórn hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 16. janúar 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi og lóðanna Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu …
Ályktun um samgöngumál
Á 153. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var í dag, fimmtudag, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. „Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að skera alfarið niður allar þær framkvæmdir í Borgarbyggð og vesturlandi öllu sem fyrirhugaðar voru á árinu 2017 samkvæmt nýsamþykktri Samgönguáætlun. Halda átti áfram langþráðri uppbyggingu Uxahryggjarvegar ásamt því að ljúka lagningu bundins slitlags úr Lundarreykjadal …
Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar 2016
Út er komin ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar fyrir árið 2016 og er hún aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar undir þessum tengli http://borgarbyggd.is/thjonusta/felagsthjonusta/arsskyrslur-felagsthjonustu/ . Í skýrslunni er greint ýtarlega frá starfsemi félagsþjónustunnar.
Umræður grunnskólakennara í Borgarbyggð
Síðustu daga hafa farið fram umræður kennara í grunnskólum Borgarbyggðar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsumhverfi þeirra og vinnumati. Markmið samtalsins er að bæta og ná sátt um starf grunnskólakennara. Beina á sjónum að innra starfi skóla og þeim verkefnum sem grunnskólinn sinnir, tryggja að kennsla og undirbúningur séu forgangsverkefni í skólastarfi og létta álagi af kennurum …
Fyrirlestur um snjalltækjanotkun barna og ungmenna
„Samráðshópur um forvarnir í Borgarbyggð og Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi ætla að bjóða upp á fyrirlestur fyrir foreldra um tölvu og snjalltækjanotkun barna og ungmenna fimmtudaginn 16. mars klukkan 20:00. Hvetjum foreldra til að taka daginn frá“
153. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ 153 FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. mars 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 9.2 (152) Fundargerðir byggðarráðs 16.2.,23.2., 02.03. (405, 406, 407) Fundargerðir fræðslunefndar 28.2. (152) Fundargerð velferðarnefndar 2.3. (70) Fundargerð …
Frá Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi – viðgerðir
Vegna viðgerða er kvennaklefinn uppi lokaður út þessa viku. Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.