Viðgerð styttu

Vinna við viðgerðir og lagfæringar styttunnar sem stóð í gosbrunninum í Skallagrímsgarði er nú að hefjast. Það er myndhöggvarinn Gerhard König sem mun sjá um að hreinsa og lagfæra styttuna en hann hefur m.a. sinnt sambærilegum verkefnum í Snæfellsbæ og hefur unnið að endurbótum á verkum Samúels Jónssonar í Selárdal.  Áætlað er að styttan verði komin á sinn stað í …

Samstarf undir merkjum menningarstefnu

Safnahús og Tónlistarskóli Borgarfjarðar stóðu fyrir tónleikum á sumardaginn fyrsta,  þar sem nemendur skólans fluttu frumsamin verk sín við ljóð Halldóru B. Björnsson frá Grafardal. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Það hefur verið í undirbúningi síðan í september s.l. og hafa nemendurnir sett orð í tóna undir handleiðslu kennara sinna.  Fjölmenni var á tónleikunum þar sem flutt voru hátt …

Saga Borgarness – forsala

Forsala bókarinnar Saga Borgarness hefur farið vel af stað og fjölmargir pantað bókina.  Þeir sem hafa pantað hana hafa fengið senda greiðsluseðla og krafa er komin inn í  heimabanka þeirra. Þeir sem greitt hafa bókina fyrir eindaga fá hana afhenta á  hátíð sem haldin verður í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness sem fram fer í Hjálmakletti 29. apríl n.k.

Sumarafleysingar í búsetuþjónustu

Starfsmenn óskast til sumarafleysinga í búsetuþjónustu í Borgarnesi.   2 störf eru í boði. Þau felast m.a. í að aðstoða fólk með fötlun í daglegu lífi, heimsendingu á matarbökkum frá Brákarhlíð og félagsleg liðveisla. Umsækendur þurfa að geta hafið störf 1. júní nk. Umsækendur þurfa að vera eldri en 20 ára og hafa ökuréttindi. Laun samkvæmt kjarasamningum. Umsóknarfrestur er til …

Matjurtagarðar 2017

Matjurtagarðar til leigu á Sólbakka í landi Gróðrarstöðvarinnar Gleym mér ei

Vinnuskóli Borgarbyggðar 2017

Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 6. júní til 31. júlí sumarið 2017. Leitast verður við að veita öllum 13-16 ára (7.-10. bekkur) unglingum búsettum í Borgarbyggð starf í Vinnuskólanum. Starfsstöðvar Vinnuskólans verða á eftirfarandi stöðum: Bifröst, Borgarnes, Hvanneyri, Reykholt. Nemendur vinnuskólans geta óskað eftir að vinna við: almenn garðyrkjustörf störf hjá stofnunum Borgarbyggðar störf í sumarfjöri …

Safnahús Borgarfjarðar – Unga fólkið semur

Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Safnahús Borgarfjarðar hafa á undanförnum árum unnið saman að listrænni sköpun ungs fólks á grundvelli borgfirskra bókmennta.  Á hverju ári er valinn höfundur eða þema sem nemendur skólans semja lög við. Útbúið er hefti með textum og fróðleik um höfund  þeirra, í samvinnu við fjölskyldu viðkomandi skálds.  Nemendur velja sér síðan texta og tónsetja hann. Þeir ákveða …

Fundur með ráðherra

Forseti sveitarstjórnar, Björn Bjarki Þorsteinsson og sveitarstjóri Gunnlaugur A Júlíusson funduðu fyrir páska með ráðherra sveitarstjórnar – og samgöngumála, Jóni Gunnarssyni. Á þessum fundi komu þeir á framfæri sjónarmiðum Borgarbyggðar varðandi s.k.“bankaskatt“, en þess er krafist að hann verði greiddur út skv. gildandi reglum Jöfnunarsjóðs en ekki skv. nýjum afturvirkum reglum. Ennfremur var til umræðu afleitt ástand vega í Borgarbyggð …

Opnunartímar um páska – Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi

Íþróttamiðstöðin Í Borgarnesi verður opin sem hér segir um páskahelgina. Skírdagur 13. apríl opið frá 9-18 Föstudagurinn langi 14. apríl  lokað Laugardagur 15. apríl opið frá 9-18 Páskadagur 16. apríl lokað Annar í páskum  17. apríl opið frá 9-18

Nýr félagsmálastjóri

Inga Vildís Bjarnadóttir hefur verið ráðin í starf félagsmálastjóra Borgarbyggðar. Inga Vildís er með meistaragráðu í félagsráðgjöf og diplomapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð frá árinu 2011. Fjórar umsóknir bárust um starf félagsmálastjóra. Umsækjendur: Hanna Lára Steinssom félagsráðgjafi Inga Vildís Bjarnadóttir félagsráðgjafi Kristín Þyri Þorsteinsdóttir félagsráðgjafi Svanhvít Péturssdóttir viðskiptafræðingur. Hjördís Hjartardóttir núverandi …