162. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. október 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 14.9.                                     (161) Fundargerð byggðarráðs 21.9,28.9,4.10.                         (427, 428, 429) Fundargerð fræðslunefndar 29.9.                                           (160) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 4.10             (55) Fundargerð velferðarnefndar 6.10 …

Frístundastyrkur fyrir börn og ungmenni

Öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára fá styrk til frístundaiðkunar. Framlagið er kr. 20.000 á ári og er markmið þess að hvetja börn og ungmenni til að taka þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð. Hægt er að nýta frístundastyrk í: skipulagt frístundastarf í Borgarbyggð sem stundað er undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda samfellt í amk. 10 vikur. …

Umhverfisviðurkenningar 2017

Snyrtilegasta bændabýlið 2017 Traðir í Hraunhrepp Þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einstaklega snyrtilegt er heim að líta og sjá má að mikil áhersla er lögð á að halda vel við öllum mannvirkjum. Umgengni er til mikillar fyrirmyndar sem samræmist vel þeirri náttúrufegurð sem þarna ríkir.   Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 2017 Svava Finnsdóttir í Bóndhól Aldingarðurinn umhverfis hús Svövu …

Ljósberinn – viðurkenningar

Ljósberinn er viðurkenning sem velferðarnefnd Borgarbyggðar veitir þeim stofnunum og fyrirtækjum sem stuðla að atvinnuþátttöku fatlaðra með því að veita þeim vinnu. Á Sauðamessu 2017 voru eftirtöldum veitt þessi viðurkenning: Pósturinn í Borgarnesi Safnahús Borgarfjarðar Leiksk. Ugluklettur Brákarhlíð Íþróttamiðstöðin í Borgarnesi Leiksk. Klettaborg Golfklúbbur Borgarness Myndin sýnir fulltrúa þessara fyrirtækja/stofnana með viðurkenninguna. Ennfremur hlutu viðurkenningu Ráðhús Borgarbyggðar Menntaskóli Borgarfjarðar Grunnskólinn …

Hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir

Minnt er á að hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir og gámar verða til staðar til 16. október. Vegna mistaka var röng staðsetning kynnt í fyrri auglýsingu. Vakin er athygli á að gámar eru við Síðumúla en ekki Síðumúlaveggi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Hreinsunarátak að hausti verður dagana 2.- 16. október. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á …

Auglýst eftir fulltrúa íbúa í Upplýsinga- og lýðræðisnefnd

Til að styrkja þróun upplýsingamála og efla enn frekar lýðræðislega umræðu meðal íbúa sveitarfélagsins skipaði sveitarstjórn Borgarbyggðar nefnd til að móta stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum sveitarfélagsins. Nefndinni er ætlað að starfa til loka kjörtímabilsins. Nefndin á að vera skipuð einum fulltrúa frá hverju framboði sem á fulltrúa í sveitarstjórn (alls fjórir) og einum aðila sem verði valinn á annan …

Fann sjálfa sig

Af vef Safnahúss Borgarfjarðar safnahus.is Það gerist stundum á sýningunni Börn í 100 ár í Safnahúsi að gesti safnsins er að finna á ljósmyndunum sem þar eru.  Þetta gerðist m.a. í gær þegar Ester Hurlen sótti sýninguna heim og var þessi mynd tekin við það tækifæri.  Ljósmyndin sem hún er á er úr safni Bjarna Árnasonar frá Brennistöðum í Flókadal …

Frá Ráðhúsi Borgarbyggðar

Á morgun, föstudaginn 6. október verður skrifstofum Borgarbyggðar lokað kl. 14 í stað 15 líkt og verið hefur.

Næstu skref í heilsueflingu Borgarbyggðar

Út er komin áfangaskýrsla um heilsueflingu í Borgarbyggð en gengið var frá samningi við Embætti landlæknis sl. vor um þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu Heilsueflandi samfélag.  Heilsueflandi samfélag er samfélag sem setur heilsu og heilsueflingu í forgrunn í allri stefnumótun og þjónustu og býr þar með til aðgengi og umgjörð sem gerir öllum íbúum kleift og auðvelt að taka heilsusamlegar ákvarðanir. …