Aðventa Gunnars Gunnarssonar verður lesin í heild sinni í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi föstudag frá 17.15. Það er hópur áhugafólks sem annast lesturinn ásamt starfsfólki Safnahúss og tekur hann um tvo og hálfan tíma. Ef einhverjir fleiri vilja taka þátt í lestrinum eru þeir beðnir um að láta vita í Safnahúsi, safnahus@safnahus.is eða 433 7200. Eru gestir og gangandi boðnir …
Staða leikskólastjóra leikskólans Andabæjar er laus til umsóknar
Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra hjá leikskólanum Andabæ á Hvanneyri, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfisbréf leikskólakennara Stjórnunarreynsla Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og fagmennska Starfssvið: Stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við markmið laga um leikskóla Ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í …
Jólatré í Skallagrímsgarði
Margt var um manninn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jólaljósin voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar. Barnakór Borgarness hóf athöfnina með flutningi á nokkrum jólasöngvum undir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Eftir …
Tímabundin lokun Borgarbrautar
Vegna framkvæmda við Borgarbraut 57-59 verður Kveldúlfsgata lokuð við gatnamót Borgarbrautar tímabundið eða frá og með í dag og fram eftir degi á morgun Hjáleið verður um Þorsteinsgötu/Kjartansgötu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin hefur fyrir vegfarendur. Umhverfis – og skipulagssvið Borgarbyggðar
Andabær – skóli á grænni grein
Andabær fékk afhentan Grænfánann í 7. sinn mánudaginn 4 desember. Leikskólinn er því skóli á grænni grein. Haustið 2004 ákvað starfsfólk Andabæjar að ganga í það verkefni að gera skólann að „Skóla á grænni grein.“ Starfsfólk leikskólans var duglegt að koma með hugmyndir að markmiðum til að vinna að ásamt því sem börnin tóku virkan þátt í samverustundum og hópastarfi. Þann 25. maí …
Nýr sviðsstjóri umhverfis – og skipulagssviðs Borgarbyggðar
Starf sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar var auglýst laust til umsóknar á dögunum. Tíu umsóknir bárust um starfið og þökkum við öllum umsækjendum fyrir sýndan áhuga á starfinu. Umsækjendur voru: Anna Gréta Ólafsdóttir, MA í menningarstjórnun Áki Ármann Jónsson, B.Sc í líffræði Ásta Soffía Valdimarsdóttir, Ph. D Jón Tryggvi Sveinsson, BA í Bókasafns- og upplýsingafræði Kristjana Hera Maack Sigurjónsdóttir, MA …
Ísland ljóstengt
Ísland ljóstengt – úthlutun styrkja S.l. fimmtudag úthlutaði Fjarskiptasjóður styrkjum til sveitarfélaga vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga, Ísland ljóstengt. Borgarbyggð fékk úthlutað 33.151.000.- kr. til að tengja 66 tengipunkta (notendur). Á fjárhagsáætlun eru síðan 100.000.000.- kr. þannig að ljóst er að mikið verður hægt að framkvæma á næsta ári, bæði tengja notendur sem styrkur hefur fengist til og undirbúa jarðveginn fyrir tengingar …
Saga Borgarness
Borgarbyggð vill minna á ósóttar pantanir af Sögu Borgarness. Bækurnar eru til afgreiðslu í ráðhúsinu í Borgarnesi og hjá Bókaútgáfunni Opnu í Skipholti 50b í Reykjavík. Einnig er hægt að fá bókina senda. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á opnunartíma vinsamlega hafið samband í síma 433 7100 eða sendið póst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is
Æskulýðsball í Hjálmakletti
Hið árlega Æskulýðsball var haldið 9.nóvember sl. í Hjálmakletti. Félagsmiðstöðin Óðal stendur fyrir ballinu sem er fyrir öll ungmenni í 8.-10. bekk á Vesturlandi. Þátttakan er ávallt góð en um 350 ungmenni komu frá Vesturlandi í Borgarnes og skemmtu sér saman. Æskulýðsballið fór mjög vel fram og voru unglingarnir alveg til fyrirmyndar. Unglingarnir í Félagsmiðstöðinni Óðal sáu um undirbúning og …
Móglí í Borgarnesi
Söngleikurinn Móglí var frumsýndur föstudaginn 24. nóvember sl í Hjálmakletti. Tónlistarskóli Borgarfjarðar stendur fyrir sýningunni í tilefni af 50 ár afmæli skólans. Uppselt var á frumsýninguna sem tókst einkar vel. Einnig var fullt hús á sýningunum á laugardag og sunnudag. Þegar er farið að seljast vel á næstu sýningar, en alls verða sýningarnar 10 og lokasýningin verður laugardaginn 9. desember. …









