Uppbyggingarstefnan eða uppeldi til ábyrgðar er höfð að leiðarljósi í öllu starfi Grunnskólans í Borgarnesi. Um er að ræða aðferð til að efla jákvæð samskipti. Aðferðin byggir á því að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og að fylgja þeim síðan eftir með fáum en skýrum reglum. Hún miðar að því að kenna börnum og unglingum sjálfstjórn …
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar – fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var lögð fram til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember sl. Fjárhagsáætlunin byggir á þeim trausta grunni sem hefur verið lagður með margvíslegum rekstrarlegum á síðustu árum. Með þeirri fjárhagsáætlun fyrir Borgarbyggð sem lögð er fram til fyrri umræðu er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið eða að auka stöðugleika í fjármálum sveitarfélagsins, …
Leikskóli frá því að fæðingarorlofi lýkur
Faglegt leikskólastarf er sá kostur sem þykir eftirsóknarverðastur fyrir börn og foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 18. maí sl. að þróa leikskólastarf í Borgarbyggð á þann veg að allt að 9 mánaða ungum börnum bjóðist leikskóladvöl að loknu fæðingarorlofi. Þetta fyrirkomulag stendur yfir frá hausti 2017 í 12 mánuði til reynslu. Var fjallað um málið …
Samstarf Öldunnar og Klettaborgar
Leikskólinn Klettaborg og Aldan – verndaður vinnustaður, hafa tekið höndum saman um að styðja við átakið Burðarplastpokalaus Borgarbyggð. Samstarfið felst í að Aldan saumaði 70 taupoka sem verða nýttir undir föt sem óhreinkast í leikskólanum og taka þarf með heim. Foreldrar og börn þurfa svo að skila pokunum aftur til baka í leikskólann eftir notkun og minnka þannig notkun á …
Sveitarstjórnarfundur nr. 163
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 9. nóvember 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 12.10. (162) Fundargerðir byggðarráðs 19.10, 26.10, 01.11. (430, 431, 432.) Fundargerðir fræðslunefndar 17.10, 07.11. (161, 162) Fundargerðir velferðarnefndar 03.11 (77) …
Pokahlaup í Hyrnutorgi
Í dag 2. nóv. verður verkefninu Burðarplastpokalaus Borgarbyggð formlega hleypt af stokkunum með Pokahlaupi í Hyrnutorgi milli klukkan 17 og 18. Fræðsla og fjör í bland, áhugaverðar lausnir til að draga úr notkun plasts verða kynntar, listaverk úr plasti, ávörp gesta, fræðsla um mikilvægi þess að draga úr notkun plasts, tónlistaratriði úr söngleiknum Móglí og æsispennandi pokahlaup. Þá verða Öldupokar …
Fundur um mótun upplýsinga- og lýðræðisstefnu Borgarbyggðar
Þriðjudaginn 31. október var haldinn fundur um mótun upplýsinga- og lýðræðisstefnu Borgarbyggðar í Hjálmakletti. Til að upplýsinga- og lýðræðisstefna virki í raun, þarf hún að virka fyrir kjörna fulltrúa, starfsmenn stjórnsýslunnar sem eftir henni vinna og hún þarf að virka fyrir íbúa. Því ákvað Upplýsinga- og lýðræðisnefnd að hefja mótun stefnunnar á innanhúss vinnufundi um hverju upplýsinga- og lýðræðisstefna þarf …
Play Iceland í heimsókn í Uglukletti
Dagana 23. og 24. október komu gestir í leikskólann Ugluklett. Voru það átta kennarar frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi. Tilgangur heimsóknarinnar var að skoða hvernig börnin í Uglukletti læra í gegnum leikinn og nýta til þess umhverfi sitt. Kennararnir er hluti af hóp sem kallar sig Play Iceland en það er hreyfingin sem samanstendur af alþjóðlegum hópi kennara og skólastjóra sem …
Af heyrúlluplasti
Af gefnu tilefni skal því komið á framfæri að sveitarfélagið hefur ekki haft aðkomu að samningi bænda við Gámaþjónustu Vesturlands vegna þjónustu við hirðingu á rúlluplasti og leigu á gámum, samningi sem virðist hafa verið sagt upp nýlega hjá hluta bænda í sveitarfélaginu. Þjónustuaðili Borgarbyggðar er Íslenska Gámafélagið og í samningi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að rúlluplast sé sótt …
Sorpgámar
Nú hafa gámar fyrir almennt heimilissorp verið fjarlægðir af fleiri gámastöðvum í dreifbýli sveitarfélagsins. Öll heimili í dreifbýli hafa tunnur fyrir almennan úrgang og endurvinnsluúrgang og rekstraraðilar bera ábyrgð á að koma sínum úrgangi í réttan farveg, enda greiða þeir ekki sorphirðugjöld til sveitarfélagsins. Gámar fyrir heimilisúrgang eru því einungis ætlaðir fyrir sumarhúsahverfi og miðað er við hverfi þar eru …