164. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 14. desember 2017 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00.   DAGSKRÁ   Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 9.11                                                 (163) Fundargerðir byggðarráðs 16.11,23.11,30.11,7.12.            (433,434,435,436) Fundargerð velferðarnefndar 01.12.                                    (78) Fundargerðir fræðslunefndar 05.12.                         (163) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 06.12. …

Tímabundin ráðning starfsmanns

Ottó Ólafsson iðnfræðingur hefur verið ráðinn tímabundið í starf fulltrúa á Umhverfis- og skipulagssvið til 3ja mánaða. Ottó mun yfirfara skráningu þeirra fasteigna sem eru á ýmsum byggingarstigum og lokaúttekt hefur ekki farið fram. Hann mun vinna að því að skráning fasteigna sé í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi og samþykkta Borgarbyggðar. Það er mikilvægt að skráning …

Ljósleiðaravæðing í Borgarbyggð

Stutt yfirlit um stöðu mála hvað varðar lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð Borgarbyggð er eitt þeirra sveitarfélaga þar sem lagning ljósleiðara er skammt á veg komin. Ljósnet er til staðar í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti. Í ljósnetslausninni eru koparþræðir símans notaðir til að koma fjarskiptasendingum á áfangastað. Það er ákveðin aðferð sem hefur samt sín takmörk. Háskólinn á Bifröst …

Í skugga valdsins.

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þann 30. Nóvember sl. var lögð fram til kynningar samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. nóv. sl. Byggðarráð ræddi efni tillögunnar og hvernig hún snýr að stöðu þessara mála innan Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun: „Byggðarráð lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. …

Jólaútvarp NFGB

Útsendingar jólaútvarps nemendafélagsins verða dagana 11. – 15. desember og standa frá kl. 10.00 – 23.00. Að vanda er dagskrá jólaútvarpsins bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fyrri hluta dags verða þættir yngri nemenda grunnskólans sendir út en þeir hafa nú þegar verið hljóðritaðir. Síðdegis hefjast svo beinar útsendingar eldri nemenda. Handritagerð fór fram í skólanum og er hún hluti af íslenskunáminu. …

Íbúafjöldi í Borgarbyggð

Þann 11. desember 2017 voru íbúar Borgarbyggðar 3750 talsins og hefur þeim fjölgað um 70 síðan 11. des. í fyrra. Flestir hafa íbúar verið rétt tæplega 3.800 árið 2008.  Þar af eru íbúar í Borgarnesi rúmlega 2000 og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Startuptourism umsóknarfrestur um styrk

Ert þú með nýja hugmynd eða fyrirtæki í ferðaþjónustu? Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Ár hvert eru allt að tíu sérvalin sprotafyrirtæki valin til þátttöku og fá þau tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Markmið verkefnisins er að …

Aðventa lesin á aðventu

Aðventa Gunnars Gunnarssonar verður lesin í heild sinni í Safnahúsinu í Borgarnesi næstkomandi föstudag frá 17.15. Það er hópur áhugafólks sem annast lesturinn ásamt starfsfólki Safnahúss og tekur hann um tvo og hálfan tíma. Ef einhverjir fleiri vilja taka þátt í lestrinum eru þeir beðnir um að láta vita í Safnahúsi, safnahus@safnahus.is eða 433 7200. Eru gestir og gangandi boðnir …

Staða leikskólastjóra leikskólans Andabæjar er laus til umsóknar

Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu leikskólastjóra hjá leikskólanum Andabæ á Hvanneyri, sem er þriggja deilda leikskóli í afar fallegu umhverfi. Menntunar og hæfniskröfur: Leyfisbréf leikskólakennara Stjórnunarreynsla Færni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og fagmennska Starfssvið: Stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við markmið laga um leikskóla Ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í …

Jólatré í Skallagrímsgarði

Margt var um mann­inn í Skallagrímsgarði sl. sunnudag þegar jóla­ljós­in voru tendruð á jólatré Borgarbyggðar. Barnakór Borgarness hóf at­höfn­ina með flutn­ingi á nokkr­um jóla­söngv­um und­ir stjórn Steinunnar Árnadóttur við undirleik Halldórs Hólm. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri hélt stutt erindi og sagði frá heiti og merkingu aðventukertanna og Andrea Jónsdóttir spilaði nokkur jólalög á saxófón við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur. Eft­ir …