Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig vel í lestraráskorun

mars 15, 2018
Featured image for “Nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar stóðu sig vel í lestraráskorun”

Fyrir jól tóku nemendur í 5. 6. og 7. Bekk Grunnskóla Borgarfjarðar þátt í lestraráskoruninni „100 bækur“. Lestraráskorunin er haldin á hálfs árs fresti og er markmiðið að þeir nemendur sem taka þátt eiga að ná því markmiði að lesa hundrað bækur innan ákveðins tíma. Í 5.-7.bekk í Grunnskóla Borgarfjarðar voru þrír nemendur sem náðu þessum áfanga. Tveir nemendur voru dregnir úr með bestan árangur á landsvísu. Þriðji nemandinn fékk viðurkenningarskjal. Ernir Ívarsson 6. bekk vann keppnina fyrir að lesa vel og mikið, Hugo Hidalgo Cubas 5. bekk fékk viðurkenningu fyrir að lesa flestar bækur á landsvísu, Aníta Björk Ontiveros 6. bekk fékk viðurkenningarskjal fyrir að ná að lesa hundrað bækur. Til viðbótar við miklar og fallegar gjafir var öllum nemendum á miðstigi boðið uppá marsipanköku. Lestraráskorunin og hversu vel nemendum gekk verður lestrarhvatning fyrir bekkjarfélaga í skólanum. Nánari upplýsingar um lestraráskorunina má sjá á vefsíðunni Kennarinn.is. 

Fleiri myndir af viðurkenningunum má finna á fésbókarsíðu GBF.


Share: