Safnahús tekur þátt í Evrópuári menningararfsins

Sýning Safnahúss um byggingu Hvítárbrúarinnar 1928 verður einn dagskrárliða á Evrópsku ári menningararfs (European Year of Cultural Heritage 2018). Verður sýningin opnuð 1. nóvember og er unnin í samvinnu við Helga Bjarnason blaðamann og Vegagerð ríkisins. Það er Minjastofnun Íslands sem velur viðburði á dagskrá menningarársins og lagt er til grundvallar að Hvítárbrúin var á sínum tíma mikil samgöngubót og …

Dagur leikskólans – Við bjóðum góðan dag alla daga

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins þriðjudaginn 6. febrúar. Þetta er í ellefta skipti sem haldið er upp á daginn en 6. febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Tilgangur Dags leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans …

166. fundur sveitarstjórnar

SVEITARSTJÓRN  BORGARBYGGÐAR  FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 8. febrúar 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Fundargerð sveitarstjórnar 11.1.                                     (165) Fundargerðir byggðarráðs 18.1.,25.1.,1.2.                         (439, 440, 441) Fundargerð fræðslunefndar 30.1.                         (165) Fundargerð velferðarnefndar 2.2.                         (80) Fundargerð umhverfis – skipulags og landb.n. 7.2.             …

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017 voru kynntar af formanni Hagþenkis, Jóni Yngva Jóhannssyni, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið fimmtudaginn 1. feb. kl. 17 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi. Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni um mánaðamót febrúar og mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr. Á Degi bókarinnar þann 23. apríl standa Hagþenkir og …

„Það þarf samtal til að öðlast skilning, ná sátt og byggja upp traust“

Fundur um upplýsingamiðlun, samráð og framsækni í Borgarbyggð  Fræðslu- og umræðufundur um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa var haldinn í Hjálmakletti í Borgarbyggð þann 30. janúar sl. Hjá Borgarbyggð er nú unnið að mótun stefnu um upplýsingamiðlun og samráð við íbúa og síðastliðinn þriðjudag var boðið til opins fundar, til að heyra sjónarmið íbúa og ræða hvernig mætti gera betur. …

Grunnskólinn í Borgarnesi – útboð

Ríkiskaup f.h. Borgarbyggðar hefur auglýst útboð á smíði viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi ásamt endurbótum á eldra húsnæði. Opnun tilboða fer fram 6. mars n.k. Sér þá fyrir endann á löngu undirbúningsferli og munu framkvæmdir geta hafist á vordögum.

Íþróttamaður Borgarbyggðar 2017

Kjöri Íþróttamanns Borgarfjarðar var lýst á laugardaginn 22. janúar s.l. við athöfn í félagsheimilinu Þinghamri, en Umf. Stafholtstungna tók að sér að halda hátíðina að þessu sinni. Í frétt á Facebook síðu UMSB segir að margt frábært íþróttafólk hafi verið tilnefnt að þessu sinni. Ekki þurfti þó að koma á óvart að fyrir valinu varð Máni Hilmarsson úr hestamannafélaginu Skugga, …

Hákarl og hvalur í heita pottinum í Borgarnesi

Það er engin krafa um spariklæðnað eða fínar hárgreiðslur á þorrablóti pottverjanna í Borgarnesi. „Þetta bara byrjaði í pottinum. Við erum semsagt upphafsmenn þorrablótsins í Borgarnesi,“ segir Kristín Erla Guðmundsdóttir, íbúi í Borgarnesi og fastagestur í sundlauginni en pottverjarnir hafa haldið þorrablót í sundlauginni í yfir 30 ár. Krakkarnir létu sig hverfa þegar þau fréttu af hákarli í lauginni, segir fastagestur sundlaugarinnar …

Til fasteignaeigenda í Borgarbyggð

Lokið er álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð árið 2018.  Álagningarseðlar verða  sendir til fasteignaeigenda sem eru 67 ára og eldri og til fyrirtækja. Vakin er athygli á að allir álagningarseðlar eru aðgengilegir á „mínum síðum“ á netsíðunni www.Island.is.  Einnig geta þeir sem þess óska haft samband við skrifstofu Borgarbyggðar og fengið senda álagningarseðla í pappírsformi. Gjalddagar eru tíu, sá fyrsti 23. …

Upplýsingamiðlun og samráð við íbúa

Fræðslu- og umræðufundur í Borgarbyggð Hvernig er best fyrir sveitarfélag að koma upplýsingum á framfæri við íbúa? Hvaða tækifæri hafa íbúar til aðkomu að ákvörðunum sveitarfélagsins? Þetta er til umræðu á fundi sem Borgarbyggð býður til, þriðjudaginn 30. janúar næstkomandi. Fundurinn verður sambland af fræðslu og umræðum, þar sem allir hafa jafna möguleika á að taka þátt og stinga upp …