Tónlistarskólinn – innritun

maí 11, 2018
Featured image for “Tónlistarskólinn – innritun”

Innritun fyrir veturinn 2018-2019

Nú í maí stendur yfir innritun í Tónlistarskóla Borgarfjarðar fyrir næsta vetur. Innritað er rafrænt í gegnum Schoolarchive. Innritunarslóðin er: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=32

Næsta vetur mun skólinn bjóða upp á hefðbundið tónlistarnám á flest hljóðfæri. Einnig verða nýjungar í skólastarfinu, sett verður á laggirnar Söngleikjadeild þar sem nemendur vinna með söng og leiklist. Kennt verður í hóptímum einu sinni í viku og stefnt á að setja upp sýningar í lok anna. Einnig mun skólinn bjóða upp á samsöngstíma sem eru hugsaðir meðal annars fyrir kórfólk.

Það er um að gera að nýta tímann núna og senda inn umsókn.

Sjá Fréttabréf hér en þar er að finna upplýsingar um það nám sem er í boði í Tónlistarskóla Borgarfjarðar veturinn 2018-2019.

Núverandi nemendur athugi að senda tölvupóst á skólann fyrir lok maí og staðfesta áframhaldandi skólavist.

 


Share: