Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum – fyrri úthlutun. Tilgangur sjóðsins er að efla menningu í Borgarbyggð og er sérstök rækt lögð við grasrót í menningarlífi. Lögð er áhersla á að styrkja einstaklinga og félagasamtök í Borgarbyggð. Styrkir eru verkefnatengdir. Umsókninni þarf að fylgja sundurliðuð kostnaðarætlun fyrir verkefnið ásamt greinargerð. Fyrir árslok þarf að afhenda sjóðsstjórn stutta …
Ársreikningur Borgarbyggðar 2017
Ársreikningur Borgarbyggðar var samþykktur samhljóða á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. Apríl. Afkoma sveitarfélagsins var góð á síðasta ári. Útsvarstekjur hækkuðu milli ára, skuldir voru áfram greiddar niður, skuldahlutfall lækkar og er í 112% fyrir samstæðuna og 72% fyrir A hlutann. Viðmiðunarmörk eftirlitsnefndar sveitarfélaga eru 150%. Veltufé frá rekstri er var 537 m.kr. og greiðsluafgangur (eftir greiðslu afborgana langtímalána og …
Ljósleiðari Borgarbyggðar
Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar þann 12. apríl sl. var opnaður upplýsingavefur um lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð, Ljósleiðari Borgarbyggðar. Hann er tengdur inn á vef Borgarbyggðar undir heitinu Ljósborg. Á honum er að finna margháttaðar upplýsingar sem tengjast verkefninu og fréttir verða settar inn eftir því sem því vindur fram. Ýmsar upplýsingar er þar að finna um eðli þessa mikla verkefnis …
Nýr skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar
Helga Jensína Svavarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er grunnskólakennari að mennt. Hún hefur starfað sem kennari við Andakílsskóla á Hvanneyri, við Ingunnarskóla í Grafarvogi, Grunnskólann í Borgarnesi og frá árinu 2012 við Grunnskóla Borgarfjarðar. Helga Jensína er einnig sundkennari og hefur kennt ungbarnasund og verið með sundnámskeið og sundþjálfun í Borgarnesi. Hún hefur verið í námsleyfi …
Borgarbrautin – slitlag.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að slitlagið á Borgarbrautinni er að mörgu leyti orðið stagbætt eins og gömul flík. Að sumu leyti er staðan afleiðing af þeim miklu framkvæmdum sem eiga sér stað við Borgarbraut 57 og 59 en að öðru leyti er um eðlilega viðhaldsþörf að ræða. Sveitarfélagið hefur lagt sig fram um að fylla í þær …
Leiðtogadagur í Klettaborg
S.l. föstudag 6. apríl var Leiðtogadagur í leikskólanum Klettaborg. Leiðtogahæfni er eitt af áhersluatriðum leikskólans og byggir á hugmyndafræðinni „Leiðtoginn í Mér/The Leader in Me“ þar sem meginmarkmiðið er að hjálpa hverjum einstaklingi að blómstra og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Leiðtogadagurinn er dagur barnanna þar sem þau sýna leiðtogahæfileika og styrkleika á ýmsan hátt og er þetta fjórða …
Hreinsunarátak í þéttbýli
Hreinsunarátak 18-30 apríl 2018 [pdf-embedder url=/wp-content/uploads/2018/04/Auglysing_april2018_skessuhorn.pdf]
Byggingarleyfisumsóknir – leiðbeiningar
Byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig standa skal að umsókn um byggingarleyfi. Tilgangurinn er sá að tryggja að allar upplýsingar og gögn liggi fyrir þegar umsókn er tekin fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa. Sé þessum leiðbeiningum fylgt þá á afgreiðsla ekki að þurfa að taka langan tíma. Leiðbeiningarnar má lesa hér: Byggingarleyfisumsókn_leiðbeiningar-Borgarbyggð
169. fundur sveitarstjórnar
SVEITARSTJÓRN BORGARBYGGÐAR FUNDARBOÐ FUNDUR Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Borgarbyggðar fimmtudaginn 12. apríl 2018 í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ Skýrsla sveitarstjóra. Ársreikningar Borgarbyggðar 2017 – seinni umræða Fundargerð sveitarstjórnar 27.3 (168) Fundargerðir byggðarráðs 5.4. (447) Fundargerð fræðslunefndar 3.4. (168) Fundargerð velferðarnefndar 6.4. (82) Fundargerð …
Upplýsinga – og kynningarfundur um skýrslu um safnamál
Upplýsinga- og kynningarfundur um helstu niðurstöður sem koma fram í skýrslu vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð og aukna starfsemi í menningarhúsinu Hjálmakletti verður haldinn í Hjálmakletti á morgun, miðvikudaginn 11. apríl kl. Fundurinn hefst kl. 20:00. Á fundinum verður starf vinnuhópsins kynnt svo og innihald skýrslunnar. Að afloknu kynningarerindi um skýrsluna verða flutt ávörp með sjónarmiðum viðkomandi aðila um …