52. Bikarkeppni FRÍ á laugardaginn

júlí 27, 2018
Featured image for “52. Bikarkeppni FRÍ á laugardaginn”

Laugardaginn 28. júlí fer fram 52. bikarkeppni FRÍ. Keppnin fer fram í Borgarnesi, byrjar klukkan tólf og er lokið klukkan þrjú. Sjö lið eru skráð til leiks í karlaflokki og níu lið í kvennaflokki. Félögin sem senda inn lið eru Breiðablik, UMSS, FH, ÍR, KFA, HSK og svo sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. Í kvennaflokki senda FH og ÍR inn tvö lið.
Búast má við mjög spennandi keppni. Í fyrra sigraði FH kvennakeppnina en ÍR sigraði karlakeppnina og samanlögðu keppnina með aðeins einu stigi.
Fremsta frjálsíþróttafólk landsins er samankomið og margir nýkrýndir Íslandsmeistarar frá því um þar síðustu helgi munu berjast um fyrsta sætið og reyna að krækja í sem flest stig fyrir félagið sitt. Aðeins einn keppandi frá hverju félagi er í hverri grein og er mótið því stutt, skemmtilegt og spennandi.
Við hvetjum alla til að leggja leið sína á Skallagrímsvöll og fylgjast með þessu spennandi móti sem beðið er eftir með eftirvæntingu ár hvert.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu FRÍ: http://fri.is/52-bikarkeppni-fri-a-laugardaginn/

 

 


Share: